Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Síða 48
46
MÚLAÞING
þau á Seyðisfirði 1883 og hjá þeim sonur þeirra á 1. ári og Anna
Stefanía, dóttir Sigurlaugar, en Olöf Sigríður virðist ekki vera þar á
manntali. Anders, Sigurlaug, börn þeirra og Anna Stefanía fluttust til
Noregs 1887.
Bjarni, f. 11. mars 1823 á Eldleysu, lenti upp á Fljótsdalshérað eftir
lát föður síns. Lærði smíðar. Fluttist til Akureyrar 1850. Kvæntist
Soffíu Jónsdóttur úr Ólafsfirði. Þau eignuðust eina dóttur, Sigríði, sem
giftist Jóhannesi Guðmundssyni verslunarmanni á Isafirði. Dóttir
þeirra, Fanney, f. 19. nóv. 1900, giftist Jóni Sveinssyni lögfræðingi frá
Arnastöðum í Loðmundarfirði, sem um skeið var bæjarstjóri á Akur-
eyri.
Sólrún, f. 9. maí 1827, fór að Hánefsstöðum í Seyðisfirði sama ár og
faðir hennar andaðist. Þaðan er hún talin hafa flust að Rangá 1848.
Höfundur hefur ekki rekist á nafn hennar í kirkjubókum eftir það.
Hermann, f. 2. júní 1828, fluttist upp á Jökuldal með móður sinni
1842 og hefur líklega verið þar fram yfir þrítugt. Einhver Hermann
Jónsson fór frá Teigaseli að Fremraseli 1868, sagður 28 ára, sem er
rangt, sé um Hermann frá Eldleysu að ræða.
Kjartan, f. 8. maí 1830, fluttist líka upp á Jökuldal 1842. Kvæntist 2.
okt. 1860 Ingibjörgu Snjólfsdóttur frá Vaði. Þau eignuðust a.m.k. fjög-
ur börn. Heimildir vantar um elsta barn þeirra, Gunnar Stefán, f. 16.
júní 1861 í Hjarðarhaga. Tvö dóu í frumbernsku. Kjartan Guðmundur,
f. 17. sept. 1864, hefur líklega verið það eina af börnum þeirra, sem
komst upp. I Ættum Austfirðinga segir, að hann og kona hans, er
Pálína hét, hafi verið hér og þar og átt tvo syni, Björgvin og Vilhelm. Af
Björgvin segir þar ekkert, en Vilhelm, f. 11. ág. 1890, d. 20. des. 1966,
var kvæntur Þórunni Sigurðardóttur, f. 11. apríl 1881, d. 26. nóv. 1969.
Þau voru barnlaus; bjuggu á Hreimsstöðum, Asgrímsstöðum og í Eyja-
seli. I Sveitum og jörðum er Vilhelm kenndur við Hallgeirsstaði í
Jökulsárhlíð.
XIV.
Þegar Finnur Eiríksson brá búi 1867 gerðist hann ráðsmaður hjá Maríu
Guttormsdóttur á Sævarenda, ekkju Þórðar hálfbróður síns, og fóru
þrjú af börnum hans með honum þangað. Næsta ár fluttist hann að
Búðareyri í Seyðisfirði og var skráður húsmaður hjá Stefáni Stefánssyni
stjúpsyni sínum og konu hans, Oddnýju Einarsdóttur í Austdal, Há-
konarsonar, Einarssonar sterka (Árna Grímssonar, sjá upphaf þáttar-
ins). Hefur hann líklega átt þar heima óslitið eftir það, þangað til hann