Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Side 49
MULAÞING
47
fór til Ameríku árið 1876. í sögu Islendinga í Norður-Dakota segir, að
hann hafi fyrst haldið til Nýja Islands, en síðan til Dakota og numið land
í Fjallabyggð. Hann andaðist þar 1889.
Finnur og Sigurlaug eignuðust fimm börn:
Eiríkur, f. 16. maí 1845 réðst tvítugur að aldri vinnumaður að Desjar-
mýri í Borgarfirði. Var hann síðan í vinnumennsku í Loðmundarfirði,
Víkum og Borgarfirði. í Vesturfaraskrá er hann sagður hafa farið frá
Snotrunesi til Ameríku. En í Almanaki Olafs Thorgeirssonar segir um
hann á þessa leið: „Eiríkur lærði timbursmíði og sigldi til Noregs, og
stundaði þar smíðar; drukknaði þar eftir fárra ára veru, ekkja hans lifir
með tveim börnum þeirra suður í Minnesota, U.S.“ (Alm. 0. Th. 1914,
bls. 133).
Sigurður, f. 30. ág. 1846, fluttist til Seyðisfjarðar 1869, en var síðan
eitthvað á Stekk í Njarðvík. Um 1874 réðst hann á erlent skip, sem var í
förum milli Norðurlanda og til Bretlands. Kom hann ekki til Islands í
sex ár, en 1880 strandaði skipið við Þingeyrasand. Hélt Sigurður þá
fótgangandi austur á Seyðisfjörð til fundar við föður sinn, en hann var
þá farinn til Ameríku.
Sigurður kvæntist 1881 Soffíu Sigurðardóttur bónda á Setbergi í
Fellum, Sigurðssonar. Þau fluttust giftingarárið að Ormsstaðahjáleigu í
Norðfirði. Þaðan fluttust þau til Ameríku 1882. Þau bjuggu fyrst í
Winnipeg, en síðan í Norður-Dakota. Þar andaðist Soffía. Um aldamót-
in hélt Sigurður vestur á Kyrrahafsströnd, en til Alberta 1904. Hann dó
3. okt. 1929 í Calgary, Alberta. Hann átti 1914 á lífi son, Sigfinn.
Bjuggu þeir feðgar þá skammt frá Markerville.
Gróa Finnsdóttir, var fædd 22. júní 1848. Hún dvaldist í foreldrahús-
um til tvítugs, en réðst þá vinnukona að Hofteigi. Hún kom til Seyðis-
fjarðar 1872 og dvaldist þar næstu fjögur ár. Gróa er talin hafa haft til að
bera þann fríðleik og þokka, sem karlmönnum geðjast best. Sigmundur
Long, sem um þessar mundir var veitingasali á Seyðisfirði og ekki
staðfastur á svelli freistinganna, þegar kvenleg fegurð var annarsvegar,
var mjög hrifinn af henni um skeið. Kemur hún við mál í dagbókum
hans 1875 og 1876. Virðist sem einhverjir dáleikar hafi verið með þeim
um hríð. En 1886 venti hún sínu kvæði í kross, réðst vinnukona að
Tandrastöðum í Norðfirði og giftist 8. nóv. um haustið bóndasyni þar,
Guðmundi Magnússyni. Sat Sigmundur brúðkaupsveisluna, og var þá
sárt um hjartarætur, að því er ráða má af dagbók hans.
Guðmundur og Gróa bjuggu lengst á Tandrastöðum og eignuðust sex
börn: