Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Side 51
múlaþing
49
þroska. Ein dóttir þeirra, Guðfinna, var gift Jóhannesi Stefánssyni,
bróður Vilhjálms landkönnuðar, en dó eftir stutta sambúð þeirra.
Sigfinnur lést 1918, en Sigurlaug 4. mars 1934.
XV.
Sigurlaug í Alftavík eignaðist þrjú börn fyrir giftingu, öll með sama
manni, Stefáni Stefánssyni frá Fannardal í Norðfirði. Stefán var giftur
Guðnýju Brynjólfsdóttur Gíslasonar hreppstjóra á Hofi; voru böm
þeirra Sigurlaugar öll framhjátökubörn hans. Þau voru:
1. Sigurlín, f. 22. apríl 1833 á Bæjarstæði, d. 19. nóv. 1873 í Seldal í
Norðfirði. Hún giftist 10. okt. 1854 Oddi Ögmundssyni Oddssonar
bónda í Neshjáleigu. Oddur fórst í snjóflóði í Nesflugum viku eftir
giftinguna, 17. okt. 1854. Hún giftist aftur 1863 eða skömmu áður
Stefáni Oddssyni, og bjuggu þau í Seldal. Þeirra böm voru: Guðni, f.
19. sept. 1863, drukknaði 7. jan. 1886 í Knútsbyl. Sigurlaug, f. 17. júlí
1865, giftist Birni Einarssyni frá Kappeyri í Fáskrúðsfirði. Sigurhnus, f.
10. nóv. 1873, d. 18. júní 1954. Átti heima á Norðfirði, mun hafa
kvænst, en ekki eignast börn, sem komust upp.
Þá eignuðust Stefán og Sigurlín þrjú börn, sem dóu í bernsku.
2. Stefanía, f. 13. sept. 1834 á Bæjarstæði. Fluttist árið eftir að Hval-
vík í Borgarfirði. Upplýsingar um hana eftir það vantar.
3. Stefán, f. 26. maí 1836 í Dölum í Mjóafirði. Hann eignaðist sem
áður sagði dóttur með Sigríði Jónsdóttur. Nokkrum árum seinna kvænt-
ist hann Oddnýju Einarsdóttur frá Austdal, Hákonarsonar, Einarssonar
(Arna Grímssonar). Mundu þau eitthvað hafa verið við bú fram eftir
áratugnum 1860-1870, en síðan þurrbúðarfólk á Búðareyri í Seyðis-
firði. Þau eignuðust a.m.k. þrjú börn, Sigurlínu Rebekku, f. 1862, Karl
Sigtrygg og Jón, f. um 1865. í Ættum Austfirðinga er auk þess tahnn
Sigurjón sonur þeirra.
Sigurlaug, dóttir Stefáns fyrir hjónaband, átti fyrst Gest Gunnarsson
trésmið á Seyðisfirði, en síðan norskan mann.
XVI
Gróa Jónsdóttir, ráðskona og sambýliskona Eiríks Einarssonar og móðir
Finns Eiríkssonar, var fædd í Fellum nálægt 1780, en engar heimildir
um foreldri hennar hafa komið í leitirnar. Ef dæma má eftir því, sem
kirkjubækur segja um Gróu, bæði beint og óbeint, hefur hún verið vel
gerð kona. ,,Vel lesandi, dygg og ráðvönd, vel að sér“, segir um hana á
Múlaþing 4