Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Qupperneq 52
50
MULAÞING
einum stað. Hún virðist hafa verið heilsuhraust, góður verkmaður,
greind, dagfarsprúð og alltaf kunnað fótum sínum forráð. Þó að hún
eignaðist þrjú börn óskilgetin, sitt með hverjum manni, lenti hún aldrei
í miklu basli með þau, sá að mestu leyti um uppeldi þeirra og kom þeim
öllum vel til manns.
Gróa átti tvö börn auk Finns:
Elst barna hennar var Gróa Guðmundsdóttir, fædd í Kirkjubæjarsókn
um 1809, fermd í Mjóafirði 1823, „gagnskýr og skilagóð, kann vel og les
vel, þæg og siðferðisgóð", segir klerkur um hana í kirkjubókinni. Hún
fluttist með Eiríki að Dvergasteini 1827. Þar fæddi hún 18. júní sumarið
eftir son, sem hún átti með Arna Eiríkssyni vinnumanni á Selstöðum.
Barnið dó vikugamalt. Sama ár fluttist Gróa til Loðmundarfjarðar og
var vinnukona þar og í Borgarfirði næstu ár. Hún giftist Jóni Péturssyni
bónda á Nesi og Stakkahlíð, Stígssonar. Fluttust þau 1834 frá Stakka-
hlíð með Þorsteini Jónssyni, vefara Þorsteinssonar, að Brekku í Fljóts-
dal, en Þorsteinn var giftur Þorbjörgu systur Jóns Péturssonar. Þau
voru síðan nokkur ár í Fellum og á Völlum, en fluttust að Brekkugerði
og hafa líklega verið þar vinnuhjú samfleytt til 1863, þegar Gróa gerðist
ráðskona Finns hálfbróður síns á Seljamýri.
Gróa og Jón eignuðust tvo syni, efnispilta; hétu báðir Jóhann. Sá
eldri, f. um 1836, dó 10. júní 1852, er bjarg hrapaði á hann . Jóhann
yngri fæddist fjórum mánuðum eftir dauða hans, 10. okt. 1852. Hann
fórst líka af slysförum 28. febrúar 1872. Er því engin ætt frá Gróu
Guðmundsdóttur komin.
Þáttarhöfundur hefur ekki fundið heimildir um feril Gróu yngri eftir
að hún fór frá Seljamýri 1867.
Þórður sonur Gróu eldri og Jóns Eyjólfssonar ólst að mestu upp undir
handarjaðri hennar og Eiríks í Álftavík. Ef taka má mark á siðferðis- og
kunnáttuvottorðum kirkjubóka, hefur Þórður verið greindur maður, vel
að sér, vel látinn og iðjusamur.
Halldóra barnsmóðir Þórðar, sem fyrr var getið, fór frá Álftavík 1848
með Halldór son þeirra. Baslaði hún síðan fyrir sér og honum í vistum
hér og þar, meðan hann var að komast á legg, og hafa þau líklega aldrei
skilið meðan bæði lifðu. Þau voru í Borgarfirði, Hjaltastaðaþinghá,
Skeggjastaðahreppi, Vopnafirði og ef til vill fleiri sveitum. Árið 1871
réðust þau í ársvist að Fremra-Nýpi í Vopnafirði. Þar bjuggu fjögur
systkini á tveim búum, Guðmundur, Þórður, Kristín Björg og Benja-
mín, Þórðarbörn.
Halldór og Kristín Björg eignuðust saman dóttur, Onnu, f. 7. apríl