Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Síða 53
múlaþing
51
1872. Hefur hún líklega dáið á 1. ári. Sama ár gerðust mæðginin vinnu-
hjú á Ytra-Nýpi.
Benjamín á Fremra-Nýpi var um þetta leyti í nánum kynnum við
stúlku að nafni Vilborg Jónsdóttir, frá Lýtingsstöðum í Vopnafirði.
Eignuðust þau 1870 son, sem dó fárra vikna gamall. Tveim árum seinna
fóru þau saman til Kaupmannahafnar. Hefur Benjamín, sem var kunn-
ur hagleiksmaður, e.t.v. farið þangað til smíðanáms. Þau komu aftur
heim 1874 og höfðu þá í farteski sínu annan son, Sigurð Vilhelm, f. 30.
janúar það ár. Eftir heimkomuna gerðust þau vinnuhjú hvort á sínum
bæ í Vopnafirði. Lauk með því samvistum þeirra.
Árið 1873 fékk Halldór Þórðarson hluta af Fagradal í Vopnafirði til
ábúðar og fluttist þangað með móður sinni og einum vinnumanni. Stóð
svo til 1876. Þá réðst Vilborg Jónsdóttir þangað vinnukona og hafði með
sér Sigurð Vilhelm son sinn. Þau Halldór giftust 27. júní 1881, en höfðu
áður eignast tvo syni, Jón, f. 9. sept. 1877, og Benedikt, f. 10. jan. 1880.
Þeim fæddist dóttir 12. sept. 1881. Var hún skírð Solveig Marín. Hún
dó tíu daga gömul. Tvö síðasttöldu börnin hafa bersýnilega verið látin
heita eftir Benedikt Sigurðssyni veitingasala á Vopnafirði og Solveigu
Marínu Þórðardóttur konu hans, sem var hálfsystir Halldórs samfeðra.
Búskapur Halldórs var yfirleitt einyrkja- og fjölskyldubúskapur,
enda jörðin mikið setin, ýmist tvíbýli eða þríbýli. Halldóra móðir hans
dó 21. sept. 1893. Vilborg mun einnig hafa látist meðan fjölskyldan bjó í
Fagradal.
Arið 1903 fluttust feðgarnir til Ameríku og með þeim kona Jóns Hall-
dórssonar, Þóra Sigurjónsdóttir. Þau áttu son á fyrsta ári, Halldór
Júlíus, sem þau misstu eftir að vestur kom. Þóra festi ekki yndi í
Ameríku, og komu þau Jón aftur heim til Vopnafjarðar 1907. Þóra
andaðist ári síðar frá kornungum syni, sem Vilberg hét, eflaust heitinn
eftir Vilborgu í Fagradal. Hann fórst uppkominn af togara; mun ekki
hafa átt afkomendur.
Meðan Jón Halldórsson var vestra tók hann sér fjölskyldunafn til
samræmis við landssiði þar og nefndi sig Snædal. Hélt hann því nafni
eftir að heim kom. Hann giftist aftur Ragnhildi Einarsdóttur, Péturs-
sonar, og Guðnýjar Benediktsdóttur, sem bjuggu um tíma í Sléttaleiti í
Suðursveit, en síðast á Eskifirði. Jón og Ragnhildur fluttust frá Vopna-
firði til Eskifjarðar 1913 og bjuggu þar upp frá því. Ragnhildur var
formaður verkakvennfélagsins á Eskifirði rúman aldarþriðjung og einn
helsti merkisberi verkalýðshreyfingarinnar á Austurlandi. Börn þeirra
Jóns voru: