Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Qupperneq 55
múlaþing
53
þau að Sævarenda í Loðmundarfírði og bjuggu þar upp frá því. Þar dó
Þórður 29. júní 1862, 41 árs gamall, úr gallsótt, að því er segir í kirkju-
bók.
María baslaðist áfram á Sævarenda. Börn þeirra Þórðar voru átta,
þegar hann lést, og það níunda fæddist hálfu ári síðar. Sum þeirra
virðast hafa verið alin að meira eða minna leyti upp hjá vandalausum,
og flest hafa þau farið að heiman að vinna fyrir sér þegar orka leyfði.
Finnur hálfbróðir Þórðar gerðist ráðsmaður hjá Maríu, þegar hann
hætti búskap 1867, en fór aftur frá Sævarenda 1868, og 1869 kom
þangað nýr ábúandi. Var María eftir það húskona þar og einhver af
börnum hennar hjá henni, lengst Þorfínnur, elsti sonur hennar, sem var
þar til 1880, þegar hún fluttist til Vopnafjarðar, að Leiðarhöfn, þar sem
dóttir hennar bjó. Tveim árum seinna fluttist hún með annarri dóttur
sinni að Hjarðarhaga á Jökuldal. Var hún eftir það hjá börnum sínum á
ýrnsum stöðum, Gíslastöðum á Völlum, Ósi í Hjaltastaðaþinghá, Mel í
Jökuldalsheiði og á Arnórsstöðum, þar sem hún dó hjá yngsta syni
sínum 25. ágúst 1896.
Börn Þórðar og Maríu voru þessi:
Þorfínnur, f. 2. des. 1849. Hann hefur líklega verið aðalstoð móður
sinnar, meðan hún var á Sævarenda, og fluttist til Vopnafjarðar sama ár
°g hún. Virðist hann hafa verið mjög á lausum kili eftir það. Hann var
yið búskap í Hvammsgerði um tíma, einnig á Mel í heiðinni. Þá var
hann eitthvað á Akureyri og á ýmsum bæjum á Jökuldal, meðal annars
ráðsmaður hjá Solveigu systur sinni í Hjarðarhaga eftir andlát fyrri
manns hennar. Hann kvæntist aldrei, en eignaðist tvö börn, Gunnþór-
unni og Gísla, með Kristínu Gísladóttur, ættaðri af Langanesi. Þau
virðast hafa ráðgert að hefja búskap í Hvammsgerði 1889, en úr því
varð ekki, og sama ár fór Kristín með börn þeirra til Ameríku. Þorfinn-
ur dó á Mel 2. ágúst 1890.
Gunnar Þórðarson, f. 15. okt. 1850. Hann hefur líklega alist að mestu
UPP á Hánefsstöðum í Seyðisfirði, var þar 3—4 ár áður en faðir hans dó,
en skráður smali þar 1862-67, síðan vinnumaður og fóstursonur 1868
°g eftir það. Sigldi til útlanda, líklega 1876 frá Vopnafirði, og fréttist
ekkert af honum eftir það.
Solveig Marín. Heimildir um fæðingardag hennar eru ósamhljóða, en
kirkjubók Dvergasteins segir hana fædda 1. okt. 1851. Ólst upp hjá
foreldrum. Var vinnukona á ýmsum bæjum í Loðmundarfirði og Borg-
arfirði 1869-1874, er hún fluttist til Vopnafjarðar og gerðist ráðskona
hjá Benedikt Sigurðssyni veitingasala, f. á Hóli í Köldukinn 13. okt.