Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Side 56
54
MULAÞING
1830. Benedikt kom 1860 vinnumaður að Eiríksstöðum á Jökuldal og
dvaldist á Dalnum til 1872, er hann gerðist veitingamaður. Þau Solveig
giftust 19. janúar 1877; fluttust að Hjarðarhaga 1882, og þar dó Bene-
dikt 7. jan. 1883. Börn þeirra voru sjö:
Stefán Júlíus, f. 24. apríl 1875, lengi bóndi í Merki á Jökuldal. Sigrún
Oktavía, f. 12. maí 1877, dó 29. maí 1883. Þorvaldur Sigurgeir, f. 1.
apríl 1879, lengi bóndi í Hjarðarhaga. Guðrún María og Sigurður Agúst,
tvíburar, Guðrún talin f. 22. en Sigurður 23. ág. 1880. Guðrún var lengi
húsfreyja á Heiðarseli í Jökuldalsheiði og Sigurður bóndi á ýmsum
jörðum á Jökuldal, síðast á Aðalbóli. Oddur Jörgen og Elísabet Herdís,
f. 30. des. 1881, bæði ógift og barnlaus. Oddur Jörgen fluttist til
Ameríku 1905, dó þar 30. jan. 1931.
Árið 1885 eignaðist Solveig dóttur með Bergi Árnasyni, ættuðum úr
Nesjum, sem var vinnumaður í Hjarðarhaga 1884 og dó þar úr lungna-
bólgu 10. okt. það ár. Dóítir þeirra, Bergþóra, f. 8. júní 1885, var lengi
húsfreyja á Arnórsstöðum á Jökuldal.
Solveig giftist 18. nóv. 1885 Magnúsi Ivarssyni frá Vaði, f. 28. maí
1855, d. 23. apríl 1922. Þau eignuðust sjö börn. Fjögur þeirra dóu í
frumbernsku og tveir synir á æskuskeiði. Hið sjöunda, Anna, f. 19. des.
1892, giftist Birni Jóhannssyni, sem lengi var skólastjóri á Vopnafirði.
Eignuðust þau átta syni og eina dóttur, sem dó nýfædd.
Solveig dó 17. ágúst 1928 í Merki, þar sem hún hafði dvabst hjá
Stefáni syni sínum í mörg ár. Síðustu fjögur árin var hún mállaus og
lömuð af heilablóðfalli.
Júlíana María Þórðardóttir, f. 15. jan. 1853, fluttist til Vopnafjarðar
1875 og giftist þar Sigurrín Jóhannessyni í Leiðarhöfn. Þau fluttust til
Ameríku 1892 og áttu þá tvö börn, Þórunni Ragnhildi og Kristján.
Margrét Þórðardóttir, f. 8. júlí 1855, ólst upp hjá sr. Jóni á Klypps-
stað. Hún giftist Guðna Ólasyni, Isleifssonar á Utnyrðingsstöðum á
Völlum. Þau bjuggu á Gíslastöðum og fóru þaðan til Ameríku 1877. Þau
eignuðust a.m.k. átta börn. Sagt er frá þrem sonum þeirra og birtar af
þeim myndir í Minningarriti íslenskra hermanna í fyrra stríðinu. Einn
þeirra, Oli, féll í Frakklandi 1917. Margrét dó í desember 1912, en
Guðni varð fjörgamall. Hann var f. 26. júní 1846, dó 15. febr. 1944.
Vilhelmína Þórðardóttir, f. 21. febr. 1858. Hún giftist Ásgrími Guð-
mundssyni frá Snotrunesi, var fyrri kona hans. Þau bjuggu á Ósi í Ot-
mannasveit. Barn þeirra var Ágúst, lengi bóndi á Ásgrímsstöðum.
Þórður eldri Þórðarson, f. 28. apríl 1859 og ólst upp frá þriggja ára
aldri á Stekk í Njarðvík hjá Þorkeli Sigurðssyni og Ingibjörgu Jónsdótt-