Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 62
ÁRMANN HALLDÓRSSON
Tærgesenshúsið á Reyðarfirði - elsta hús KHB.
Saga þessa húss er orðin þjóðsagnakennd, og þjóðsagan sem því fylgir
með sömu einkennum og ýmsar aðrar, skýr í aðalatriðum, en að öðru
leyti óákveðin og brotakennd, einnig yfirnáttúrleg að hluta.
Eg heyrði söguna eitthvað á þessa leið:
Norskur maður að nafni Tærgesen byggði þetta hús einhvers staðar
út með Reyðarfirði fyrir aldamót og notaði sem útgerðarbækistöð. Ut-
gerðin gekk ekki betur en það að Tærgesen varð gjaldþrota. Honum
varð svo mikið um það að hann grandaði sér. Síðan keypti Jón Magnús-
son kaupmaður á Eskifirði húsið, dró það sjóleiðis í heilu lagi á tunnum
inn á Búðareyri, setti það þar á grunn og hugðist stofna til verslunar í
því. Ur því varð lítið eða ekkert, og stóð húsið ónotað eða lítt notað
þangað til Kaupfélag Héraðsbúa keypti það og gerði að aðalverslunar-
húsi í stað skúrs sem félagið hafði áður bækistöð í. Svipur Tærgesens
hefur oft sést í húsinu.
Ekki er ástæða til að telja þjóðsöguna lengri, því að síðan kaupfélagið
keypti það hefur það staðið í ljósi raunveruleikans, nema að því er
varðar vofuna sem þar kvað ganga um garða. Fyrst var það lengi versl-
unarhús og síðan og enn gistihús kaupfélagsins, sem alhr þeir sem
eitthvað eru kunnugir á Reyðarfirði þekkja og hafa flestir hverjir notið
veitinga í og sumir næturgreiða - og vafalaust langsamlega flestir þeirra
án þess að verða varir við hinn ógæfusama útiending sem þar á að
hafast við bak við augu fjöldans. Þessi saga er dálítið forvitnifeg, og þar
sem vera kynni að finna mætti nánari atvik að henni lútandi fór eg að
athuga málið, leita að lifandi Tærgesen og húsinu í hreppstjóra- og
hreppsnefndarbókum hins forna Reyðarfjarðarhrepps frá 19. öid, sem
eru í héraðsskjalasafninu. Þar er svolítið um Tærgesen og útgerðar-
fyrirtæki hans en ekkert um þetta hús á Búðareyrinni.
Aftur á móti er þar á þurfamannaskrám ár eftir ár ,,iandnámsmaður“