Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 63
múlaþing
61
Reyðarfjarðarkauptúns, Jón Jónsson frá Uppsölum í Eiðaþinghá, í kofa
sem hreppurinn átti á Bakkagerðiseyri, bjó þar með konu sinni, Guð-
björgu Jónsdóttur frá Strýtu í Hálsþinghá, virðist setjast að í kofanum
arið 1881, hann 65 ára og hún 62, en það kemur ekki þessu máli við.
Þá eru kirkjubækurnar, bæði prestþjónustubækur og sóknarmanna-
töl. l>ar er enginn Tærgesen, en aftur á móti kemur þar fram að fyrstur
manna byggir hús á Búðareyri og sest þar að Konráð Lúðvíksson. Það
er árið 1891, og húsið mun vera Seyla sem enn stendur, kallaðist í
fyrstu Konráðshús. Áður, strax árið 1883, var húsið Ós byggt. Það gerði
Guðmundur Jónsson frá Sómastaðagerði, kvæntur Sigríði Oddsdóttur
frá Kollaleiru. Ós er í landi Bakkagerðis, ,,á Melnum“ utan við Búðará.
Eins og mörgum er kunnugt, varð við komu Norðmanna til Austfjarða
til síldveiða um og upp úr 1880 aðallega, mikil röskun á hinni ævafornu
sveitabyggðarskipun í Austfjörðum. Þorp tóku að myndast og vaxa
nokkuð hratt. Þangað fluttist fólk í leit að nýju lífsrými við sjó og
sjávarútveg, verslun og ýmiss konar þjónustustörf. Þetta á sérstaklega
við um Mjóafjörð, Norðfjörð, Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvar-
fjörð. Á verslunarstöðunum eldri hófst þessi þróun lítið eitt fyrr, eink-
um á Seyðisfirði.
Miklar líkur sýndust mér til að Tærgesenshúsið hefði verið byggt í
bessu mikla flóði norskra áhrifa, sem meðal annars kom fram í því, að
hingað barst fjöldi tilhöggvinna timburhúsa í ,,einingum“ (eins og nú er
sagt) og voru reist á grunnum sem flestir hverjir voru gerðir af hleðslu-
grjoti. Húsagerð á verkstæðum er tiltölulega ný atvinnugrein hérlendis,
en gömul — hver veit hve gömul - erlendis, t.d. í Noregi.
Þegar svo var komið í leit að Tærgesen og húsi hans hringdi eg til
Einars Braga og spurði hann hvort hann hefði rekist á nokkuð í sam-
bandi við þennan mann og þetta hús. Hann kannaðist við Tærgesen
eins og fleiri Eskfirðingar og Reyðfirðingar og benti mér á að athuga
úttekta- og uppboðsbók Reyðarfjarðarhrepps frá síðari hluta 19. aldar.
Þessa bók (bækur réttara sagt), sem er hér í héraðsskjalasafninu, hefði
eg átt að ramba á þótt ábending hefði ekki komið til, en hvað um það —
þar bregður nokkru ljósi á málið. Þar er bókuð hinn 3. apríl árið 1882 af
Hans J. Beck hreppstjóra á Sómastöðum og Jónasi Símonarsyni oddvita
á Svínaskála virðingargjörð á húsi ,,sem stendur á Litlubreiðuvíkur-
hleininni tilheyrandi Tærgesen þorskveiðamanni frá Færeyjum. Það er
á lengd 40 áln. [25,20 m], á breidd 15 áln. [9,45 m], hæð af grunni í
mæni á að giska 13Ú4 áln. og undir þakskegg 53/4 áln. [3,62 m].
Fremur veikt að viðum eftir stærð þess, gólf er í því og lauslega lagt, loft