Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Síða 64
62
MÚLAÞING
af plægðum borðum. Þak af þumlungsþykkum borðum og papp yfir.
Klæðning á hliðum og stöfnum af samkynja borðum, einnig plægðum. 5
inngangar eru á því og hlerar fyrir.“
Uttektarmennirnir telja húsið ,,óhaggað“ hæfilega virt á 4500 kr., en
þar sem af því hefur fokið þak, sperrur og gaflar að nokkru leyti, áætla
þeir að viðgerð kosti 1500 kr. og ætlast til að dragist frá matsupphæð-
inni.
Seinna í sama mánuði fer Hans Beck aftur út í Litlu-Breiðuvík ásamt
tveim vottum til ,,að gjöra fjárnám hjá Tærgesen skipstjóra og síldveiði-
manni frá Færeyjum fyrir óborguðu fátækraútsvari hans árin 1880 og
1881, upphæð 261 kr.“ Hans tekur frá og slær löghaldi á 75 síldartunnur
með salti í, virtar á 375 kr., og átti þetta að nægja fyrir skuldinni og
innheimtukostnaði á henni.
I þessari bókun segir um ,,Tærgesen þennan“ að hann hafi næstliðin
sumur stundað þorskveiði hér og farið heim til sín á haustin til Færeyja.
Svo hafi hann og gert ,,í haust leið.“
Hér er sú vitneskja komin í leitirnar að Tærgesen virðist færeyskur
en ekki norskur, og hann er þorskveiðimaður, en veiðir sennilega sfld
og aðeins í beitu í upphafi.
Eins og fleira fortíðinni tilheyrandi er enn óskráð hérlendis, a.m.k.
eftir því sem eg best veit, atvinnusaga Færeyinga sem hingað flykktust
ár hvert til fiskveiða á 19. öld síðla og aht fram til stríðsloka.1 (Að vísu
lengur, en með öðrum hætti). Þeir komu í fyrstu á seglskútum árið
18712, lögðu þeim inni á fjörðum og fiskuðu í þær með doríufyrirkomu-
lagi, höfðu róðrarbáta sem lögðu upp í skúturnar. Fljótlega fóru þeir að
leita fyrir sér um aðstöðu til fiskverkunar í landi, leigðu sjóhús til íbúðar
og geymslu, aðahega á útnesjum og við stutta firði, sóttu sjóinn kapp-
samlega en þó með gát fram eftir sumri, en héldu þá heimleiðis að
loknum frágangi báta og húsa með skútum, sem stunduðu einnig veiðar
án fastaaðstöðu í landi, eða fóru með farþegaskipum. Það kemur fram í
Austra (12. tbl. 1886) í grein eftir Ole Hansen frá Leirvík, að þessar
útróðraverferðir hafi byrjað árið 1877. Hann segir: ,,Árið 1877 kom eg
til Islands með hinum fyrstu Færeyingum tfl að stunda fiskveiðar á
opnum bátum á Seyðisfirði.“
Það er ekki þessi bragur á útgerð Tærgesens. Hann tekur Norðmenn
sér til fyrirmyndar, sér þá auðvitað ausa upp sfldinni árin 1880 og 1881
1 Þessi atvinnusaga er hins vegar til á færeysku: Sámal Johansen: Til lands, útróður í
íslandi. Tórshavn 1980.
2 Til lands bls. 11.