Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 66
64
MULAÞING
og öðru sem úti liggur gegn hæíilegri þóknun. Dyrum er nú læst nema
þeim lélegustu, sem negldar eru aftur, og sýslumaður varðveitir lykl-
ana. Páll gerir skuldakröfu ,,í tilefni af þessari útgjörð, hvers eigur nú
eru uppskrifaðar,“ fyrir grunnleigur tveggja húsa og pössun, m.a. nót-
anna sem verða að haldast þurrar, upphæð fyrir tveggja ára gæslu kr.
190.00, ,,allt samkvæmt samningum við þá bræður, Peter og Julius
Tærgesen."
Nú eru bræðurnir orðnir tveir, Peter og Julius. Þeir (eða annar) hafa
komið aftur eftir að úttektin 1882 var gerð og verið með útgerð í Litlu-
Breiðuvík. Utsvarsskrá í hreppsbók (1867-1888) sýnir álagningu á
Tærgesen og ýmsa útgerðarfélaga hans, sem eg kann ekki skil á, öll
árin 1880-1885. Útsvarsupphæðirnar veita hugmynd um viðgang fyrir-
tækisins. Arið 1880 á „Tærgesens fiskveiðifélag“ í Breiðuvík að greiða
55 kr., árið eftir kr. 206,50 og kallast þá „Tærgesen ect Kröger.“ Árið
1882 á Tærgesen (Krögernafnið horfið) aðeins að greiða kr. 32,67, og
árið 1883 skal ,,J. Tærgesen“ greiða kr. 22,00. Árið 1884 vantar skrána
í bókina, en 1885 er Tærgesen aðeins gert að gjalda kr. 14,25, og með
það hverfur hann af útsvarsskrá. Tærgesen er öll þessi ár lægstur
erlendra útsvarsgreiðenda, enda þótt hann hlaupi upp yfir 200 kr.
1881. Þá er Lehmkuhl hæstur útlendinganna með 472 kr. en síðasta
árið Randluff með kr. 71,25.
Áður en rakið verður það samhengi sem hér virðist mega lesa út úr
þessum upplýsingum vil eg minnast á nokkra minnispunkta sem Einar
Bragi hefur skrifað hjá sér og sendi mér. Þeir eru úr þingbókum Suður-
Múlasýslu:
Hinn 8. okt. 1881 er réttur settur vegna brots á fiskveiðilöggjöfinni,
sem bátur frá „Kaptain P. Tærgesen paa Kong Frode í Breiðuvík" hafði
framið við Vattarnes. I annari þingbók er frá því skýrt, að 5. nóv. 1883
ræki skonnortuna Lauritz frá Kaupmannahöfn á land við Litlu-Breiðu-
vík. Skipstjóri F. Tærgesen. Auk skipshafnarinnar voru með Lauritz
sjö Norðmenn farþegar - ,,som tilhörer den Sildforretning som Tærge-
sen har haft her í Sommer.“
Hér kemur í ljós þriðji maður með Tærgesen-nafni, F. skipstjóri,
ennfremur síldarverslun sumarið 1883, skip sem ber nafn forna gull-
kóngsins Fróða og lýtur stjórn P. Tærgesens, og tveim árum síðar
skonnorta sem sennilega er síldarflutningaskip á vegum Tærgesens.
Af þessum brotum sem hér hafa verið tínd saman virðist mega ráða
eftirfarandi útgerðarsögu:
Peter Tærgesen kemur árið 1880 og leigir útgerðaraðstöðu í Litlu-