Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 67
múlaþing
65
Breiðuvík. Stundar þorskveiði á skútu og bátum og gengur það vel að
hann kemur aftur árið eftir. Hann hefur annaðhvort árið, líklega strax
1880, byggt húsið á hleininni úr tilhöggnum viði, sennilega norskt hús
(gæti verið danskt), því viður til húsagerðar vex ekki í Færeyjum. Veið-
ar heppnast ekki sem skyldi og hann verður óskilamáður á fátækratí-
und við hreppinn. Sennilegra er þó að trassaskapur valdi óskilunum.
Hann sér Norðmenn ausa upp síld, einkum 1880, sem var stórveiðiár
miðað við mannafla, 192 tunnur á mann hjá Norðmönnum. Sumarið
1881 var líka gott veiðiár. Þetta verður til þess að hann leggur út í
síldveiði að norskri fyrirmynd, fær einhverja í félag með sér, a.m.k.
Julius bróður sinn, og þeir koma með umfangsmikinn sfldveiðibúnað
sumarið 1883. Hann hefur ráðið til sín sjö Norðmenn til að læra af þeim
listirnar við landnótaveiðar. Útsvarsgreiðslan sýnir að þeim gengur illa,
enda var þetta fremur óhagfellt veiðiár, hjá Norðmönnum aðeins 58
tunnur á mann, en þó betra en árið áður þegar ,,mannaflinn“ fór niður í
41 tunnu hjá þeim norsku. Samt er áfram haldið næstu tvö sumur, lítiU
afli hjá Norðmönnum 1884, heldur skárra 1885, en þá verður verðfall á
síldarmörkuðum og mörg norsk útgerðarfyrirtæki gjaldþrota. Þeir
bræður ganga frá verr en slyppir og snauðir, að því er virðist, (en sjá þó
síðar,) og sýslumaður leggur löghald á eignirnar, m.a. sjö sfldamætur.
1976 síldartunnur og þar af 500 með salti, húsið á Litlubreiðuvíkurhlein
°g Hnúanaustakofann og marga báta.
Hér þrýtur óyggjandi heimildir í bili, sýslumaður kominn með lyklana
t vasann og framundan virðast gjaldþrotaskipti og nauðungaruppboð á
eignunum.
Það má gera því skóna að Jón Magnússon hafi keypt stóra húsið og
haft þar útgerðarbækistöð í Litlu-Breiðuvík einhver ár, því að skúrinn
hans sem áður er getið virðist ekki samastaður fyrir fólk, enda þótt
varla tíðkaðist að mylja undir sjómenn í veiðistöðvum.
Um örlög Tærgesens skortir einnig heimildir. í ,,þjóðsögunni“ segir
að hann hafi gripið til snörunnar, og grunur segir að það hafi fremur
verið Peter en Julius, því hann er áreiðanlega potturinn og pannan í
þessu útgerðarbaksi. Enginn Tærgesen er í prestþjónustubók Hólma
um þessar mundir, en það er ekki að marka, líkið gat hafa verið sent
utan og heim með skipi, kannski útför á sjó, en hæpið að moldað hafi
verið án yfirsöngs á þessum tíma.
En er þetta sama húsið og síðar varð aðalverslunarhús KHB og gisti-
hús eftir það? Á því er tæpast vafi. í fyrsta lagi sýnir nafnið það og
i,þjóðsagan“ sem svo er kölluð hér, en er þó tæpast þjóðsaga hvað
Múlaþing 5