Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 68
66
MULAÞING
náttúrleg atriði áhrærir, heldur bein vitneskja sem varðveist hefur
traustlega, að ætla má, í tæpa öld og hefur aðeins flust milli tveggja
kynslóða.
I öðru lagi sýna uppmælingartölur það, 40 álnir á lengd og 15 á breidd
og vegghæð nær 6 álnir árið 1882, þ.e. 25,20 x 9,45 og vegghæð 3,62
metrar.
Þetta er sagt vegna þess að frá árinu 1891 er í úttektarbókinni lýsing
og virðingargjörð á húsi inni á Búðareyri. Þá eru úttektarmenn enn á
ferð, Gísh, Guðni og Guðmundur — og allir Jónssynir. Dagana 14.-15.
maí taka þeir út að skipun sýslumanns 10 hús í hreppnum, 4 á Eskifirði
(ef til vih 3 því að ekki er getið hvar eitt húsanna er), 2 á Bakkagerðis-
eyri, 2 á Hrúteyri og 2 á Búðareyri. Annað húsanna á Búðareyrinni er
„Verslunarhús kaupmanns Jóns Magnússonar, sem stendur á Búðar-
eyri. Hús það er 40 álnir á lengd og 15 álnir á breidd, 5 álna veggur [53Ai
áður - 1882] og 6 álna res (svo). Hús þetta virðum við 6500 kr.“ Þetta
á að vera húsið sem áður stóð á Breiðuvíkurhlein þótt dálitlu muni á
hæð, 13 og 1/4 úr ahn þegar Hans á Sómastöðum mældi 1882, en 11
álnir hjá Jónssonum. Það er tekið fram í úttekt Hans að hæðarmæhng í
ris sé ónákvæm vegna þess að þakið var fokið af. Einnig er hugsanlegt
að húsið hafi verið lækkað þegar gert var við það og þakið sett á. Það
getur lækkað risið bæði á mönnum og húsum að verða fyrir áföhum.
Fyrir því eru heimildir sem ekki er ástæða tU að efa, að húsið var flutt
inn á Búðareyri vorið 1890. Það ár fermdist Eiríkur Beck frá Sóma-
stöðum og gekk til spurninga tU séra Lárusar HaUdórssonar fríkirkju-
prests inn að KoUaleiru. Dóttir Eiríks hefur það eftir honum að menn
hafi verið að vinna við uppsetningu hússins þegar hann átti þar leið um
til spurninganna. Eiríkur fermdist vorið 1890 samkvæmt prestþjónustu-
bók. Arið eftir er það svo virt á hinum nýja stað eins og getið er hér að
framan.
Hins vegar er óvíst hvernig það var flutt. Sjóleiðina hlýtur það að hafa
farið, annað kemur ekki til greina á þessum tíma, en ekki er ljóst hvort
það var flutt í heUu lagi og notaðar tómar tunnur tU að halda því á floti
eða það var rifið og síðan endurbyggt á nýjum grunni inni á eyrinni.
Trúlegra er að því hafi verið fleytt í heUu lagi eins og ,,þjóðsagan“ um
það reyndar hermir. Menn voru leiknir í báðum þessum aðferðum um
þessar mundir, fleyttu gjarnan innanfjarðar, en hafa sjálfsagt rifíð og
flutt á skipum í ,,einingum“ eins og nú er komist að orði, milh fjarða.
Um vinnubrögð við flutning í heUu lagi er mér lítt kunnugt.
Eg held því að öruggt sé að það sé húsið á Breiðuvíkurhlein sem