Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 70
68
MÚLAÞING
hans til Reyðarfjarðar. Fyrirtækið varð gjaldþrota 1886. Sjálfur komst
Tærgesen þá í peningasamband við heildsala í Kaupmannahöfn og
keypti eignirnar — sem munu hafa verið langmestar á Suðurey. Slapp
því sjálfur vel frá gjaldþrotinu, en félagar hans færeyskir töpuðu hlutafé
sínu. I siglingasögunni er ekkert minnst á húsið né aðrar eignir í Litlu-
Breiðuvík sérstaklega, en kemur þó fram að hann hafði aðstöðu þar.
Svo koma upplýsingar, sem að vísu koma ekki í bága við þjóðsöguna.
Peter Tærgesen deyr 1889, en ekki tekið fram hvar hann deyr eða með
hverjum hætti. Julius bróðir hans missti skip sitt (í eigu Peters) í ís á
Eskiflrði 1882. Eftir það er lítt kunnugt um feril hans, nema það að
hann var með skonnortuna Lauritz á fískveiðum og hafði bækistöð við
Reyðarfjörð. Enn er sá möguleiki fyrir hendi með þá báða bræður að
annar þeirra hafi hlotið þau dapurlegu örlög sem þjóðsagan greinir.
Hér vantar í hússöguna árin 1886-1889 og verður sú fjögra ára gloppa
að standa opin. Eg hef engar heimildir fundið um það hvort Jón Magn-
ússon keypti húsið eftir gjaldþrotið 1886 eða síðar og engar um það
hvort Tærgesen kom til Reyðarfjarðar þessi ár eða rak þar útgerð.
Skýrslubækur hreppsnefndar frá þessum árum vantar, m.a. útsvars-
skrár, en þar hefði væntanlega sést hvort Tærgesen hefur verið með
atvinnurekstur í Litlu-Breiðuvík. Ekki er heldur neitt um þessi við-
skipti í veðmálabókum S-Múlasýslu.
Nokkuð skortir einnig á samhengi í hússöguna á árUnum eftir 1890. í
heimildum bregður fyrir verslunarhúsi og verslunarlóð Jóns Magnús-
sonar á Búðareyri, en af verslun á þessum tíma — 1890—1912 er KHB
kaupir húsið — er fátt að frétta. Og á síðari hluta þessa tímabils að
minnsta kosti, verður ekki annað séð en að húsið standi autt. I sóknar-
mannatölum Hólma um og eftir 1890 er ekkert að heitið geti sem bendir
til verslunar á þessum stað. Sjálfur átti Jón Magnússon heima á Eski-
firði og rak þar Framkaupstaðarverslun, og hefur því verslun hans á
Búðareyri aðeins verið útibú eða aukafyrirtæki.
Annars er mikil gróska að hefjast í verslunarmálum á Reyðarfirði um
þessar mundir. Þá er komin verslun Norðmannsins Randulffs á Hrút-
eyri sunnan fjarðar, Hrúteyrin löggiltur verslunarstaður 1883 (þingbók
S-Múl.). Tulinius er að byrja við Bakkagerðiseyrina og Ottó Wathne,
sem nokkrum árum fyrr hóf síldarútgerð á Bakkagerðiseyri, verslar í
skipi þá um vorið. Hann byggir verslunar- og íbúðarhús á Bakkagerðis-
eyri sumarið 1890, og þangað flyst Friðrik bróðir hans frá Seyðisfirði
þetta sama ár og byrjar að versla. Sú verslun varð aðalverslun á
Reyðarfirði síðasta tug 19. aldar. Arið 1890 er löggilt verslunarsvæði