Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Side 71
múlaþing
69
bæði Búðareyrin og Bakkagerðiseyrin og báðar eyrarnar oft kallaðar
Búðareyri, þótt undarlegt sé þar sem aðalverslunin var á hinni eyrinni.
Það leikur í rauninni enginn vafi á því að Jón Magnússon stofnar til
verslunai á Búðareyrr þetta ár - 1890. í bréfum frá séra Daníel Hall-
dórssyni á Hólmum til sona hans, séra Kristins á Útskálum og Halldórs
bæjarfógeta, segir frá þessum málum. Bréfin eru í Landsbókasafni, og
hefur Einar Bragi sent mér kafla úr þeim. í bréfi til Halldórs dags. 10.
maí þ.á. segir prestur: „Verslunum er nú að fjölga hér.... Jón
Magnússon er nú að láta byggja á Jiinum nýlöggilta verslunarstað
Búðareyri.“ Segir síðan frá Wathne, sem verslar á skipi, en er ekki
farinn að byggja 10. maí, Tuliniusi með húskofa, er hann geti verslað í,
°g Randulff á Hrúteyrinni. „Kaupmenn ,,rivalisera“ mjög sín á milli,“
nöldrar hann og lætur sér fátt um finnast.
Hinn 28. mars skrifar séra Daníel séra Kristni: „Kaupmennirnir láta
eins og þeir séu orðnir vitlausir, svo mikil er keppnin orðin; 6 verslanir í
Eski- og Reyðarfirði + Jónas á Svínaskála, br hefir leyfi til sveitaversl-
unar."1
í hreppsbók úr Beruneshreppi er ótvíræð heimild um verslun Jóns
Magnússonar á Búðareyri árið 1893 og einnig í bréfi frá séra Daníel til
sera Kristins á Útskálum frá 1897. Þá versla þeir þar einnig Friðrik
Wathne og Tulinius, og RanduKf á Hrúteyri.
Af þessum dæmum mun óhætt að fullyrða að Jón Magnússon hafi
rekið þarna einhverja verslun frá 1890, en ekki hægt að sjá hve lengi,
þótt giska megi á aldamót í því sambandi. Sennilega hefur hann haft
svipaða verslunarhætti og Tulinius, sem var með verslun í „einhverjum
smáhúsum eða skúrum á innanverðri Bakkagerðiseyrinni,“ segir Ingi-
björg Beck á endurminningablöðum sem hún skrifaði upp eftir Hrólfi
Kristbjörnssyni og eg hef fengið ljósrit af. Hrólfur segir að hann hafi
sent verslunarmann ríðandi frá Eskifirði einu sinni til tvisvar í viku til
afgreiðslu, en hafi ekki haft neinn búsettan innfrá. Sama hátt gat Jón
haft á. Þó er í sóknarmannatalinu frá 1890 og 1891 eitt nafn sem gæti
tengst verslun Jóns Magnússonar. Þar er skráður Olafur Arnason, ein-
hleypur verslunarmaður 28 ára og í „3. húsi“ á Búðareyri 1890, en í „4.
Eftir að þetta var sett á blað hefur enn ein heimild um upphaf verslunar á Reyðarfirði
bæst við, dagbók Sæbjörns Egilssonar á Hrafnkelsstöðum. Þar segir í yfirliti um árið
1890, að þrjár verslanir hafi verið stofnaðar á Reyðarfirði þetta ár og byggð tvö stór
verslunarhús, þ.e. hús Friðriks Wathne og hitt reisti Jón Magnússon. Þriðja verslunin
sem Sæbjörn getur um mun vera verslun Tuliniusar. Hér er um samtímaheimild að
ræða og verður ekki véfengd.