Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 75
múlaþing
73
Aldrei kom eg í þetta hús meðan þar var verslun. Þess vegna hef eg
spurt ýmsa um húsaskipun þar á þessu tímabili. Skýrust svör við því
fékk eg hjá Magnúsi Guðmundssyni sem hefur verið starfsmaður hjá
kaupfélaginu síðan 1934 og byijaði þá sem búðarmaður í Tærgesens-
húsinu undir verndarvæng Ólafar Jónsdóttur frá Egilsstöðum, sem fyrr
var byrjuð með kvarðann á álnavörunni. Magnús lýsir húsaskipun eitt-
hvað á þessa leið:
Búðardyrnar voru á suðurhlið dálítið innar en þær dyr á sömu hlið
sem nú er tíðast gengið um, og þar gengið beint inn í búðina, sem var
þar sem nú er mestur hluti veitingastofunnar. Búðin var að sjálfsögðu
með hinu gamla sniði, allbreitt borð, þ.e. fastur bálkur eins og bókstaf-
unnn — n — í laginu og náði að suðurvegg sín hvorum megin dyra. Á
borðinu var hlið með loki yfir og ekki ætlast til að viðskiptavinir gengju
þar um. Þorsteinn bað mig þess, og lagði reyndar ríkt á við mig, að
hleypa mönnum ekki inn fyrir um þetta hlið. Eg gegndi því eins trúlega
°g mér var unnt þótt það kostaði nokkrar ýfingar við vissa menn sem
þóttust eiga með að valsa um allt. Ólöf var mun liðlegri við þá. Þor-
steinn varaði mig við hugsanlegu hnupli hjá vissum mönnum. Eg hafði
sérstaklega illan bifur á einum. Hann vildi jafnan ganga frá kaupskap
sinum inni í búðarvörugeymslunni sem var inn af að norðanverðu í
miðju húsinu. Eg leyfði honum það í fyrstu, en setti upp spegil til að
fylgjast með honum og bætti á nótuna hans þeim hluta úttektarinnar
sem bættist við inni á lagernum. Öðrum sem í búðinni voru þótti eg
viðutan á meðan á þessu stóð og hafði auga með speglinum. Þegar
maðurinn kom út heimtaði eg að hann skrifaði undir nótuna. ,,Það geri
eg aldrei,“ sagði hann þverlega, en lét sig þó. Eftir þetta fór hann aldrei
mn á bak við til að ganga frá föggum sínum. Á búðarborðinu var púlt
með hallandi fleti til að skrifa við standandi.
Þar sem eldhúsið er nú var geymdur söluvarningur sem ekki var
verslað með í búðinni. Þar réð ,,utanbúðarmaður“ ríkjum og hafði ein-
hvers konar skrifborðsaðstöðu í kompu, reyndar talsverðu herbergi, í
Utnorðurhorni hússins. Auk þessarar kompu var skrifstofa Þorsteins í
utendanum fyrir miðjum stafni og bókhaldsskrifstofan í út- og austur-
horninu. Útidyr, forstofa og stigi upp á loftið, allt á sama stað og nú. í
vesturendanum var ýmislegt. Magnús kannast ekki við orðið „slátur-
stofa" í matsgerðinni hér að framan, en okkur dettur í hug að þar hafi
verið sýslað við garnir og innmat í sláturtíð - eða þá kjötsöltun á haustin
°g er það trúlegra. Þegar kembivélarnar komu voru þær settar niður í