Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 89
múlaþing
87
Norðfirði mörgum áratugum síðar. Má slysasaga þessara afkomenda
Olafar Nikulásdóttur teljast alveg einstæð.
Nú líður fram til ársins 1882. Þá fer Þorvaldur Thoroddsen um Víði-
dal og hálendið milli hans og Alftafjarðar í fyrri rannsóknaferð sinni á
þessar slóðir. Lagði hann af stað frá Rannveigarstöðum í Álftafirði hinn
2. ágúst, fór inn Hofsdal og hitti bóndann á Hvannavöllum í Geithellna-
dal, Sigfús Jónsson, við heyvinnu í Innri-Bótum Hofsdals. Sigfús var
nákunnugur þarna á öræfunum og féllst á að fylgja Þorvaldi til Víðidals.
Fóru þeir yfir hvilft milli Hofsjökuls og Tungutinda og niður í Víðidal
um hann miðjan. Reyndist það auðvelt, því að fylgdarmaðurinn var
nákunnugur. (Sjá Ferðabækur Þ.Th. l.bindi, bls. 77 - 84). Virðist ein-
lægast að láta lýsingu Þorvaldar á gróðri dalsins koma hér næst:
„Víðidalur var um miðjuna niður við ána ákaflega grösugur, svo að ég
hef varla séð þvíhkt á íslandi. Hestarnir óðu alls staðar grasið, víðinn og
blómgresið í hné og þar yfir. Innan um voru alls staðar mjög há hvann-
stóð, er tóku manni undir hönd, en milli þeirra uxu gulvíðihríslur,
grávíðir, blágresi, dökkfjólulitir lokasjóðsbræður, sóleyjar og margt
fleira. Að jurtagróður er hér svo mikill, hlýtur að koma af því að dalur-
inn er krappur og jöklar á báða vegu, svo að sólargeislarnir kastast af
þeim niður í dalinn. Þokurnar frá sjónum mæta þar neðst í dalnum
hömrum og háum fjöllum og þéttast, svo að sífelldur úði og dögg er á
jörðu. Sauðfé kemur hingað sjaldan, af því að illt er að komast að
dalnum, yfir jökla og há fjöll að sækja. Á sléttu niður við ána eru gamlar
tóttir. Þar er jurtagróðurinn mestur, ei ósvipað og í Slútnesi í Mývatni.
Þó eru hríslurnar eigi eins háar, en grasið meira. Tóttirnar voru allar
vaxnar hvönn og víði. Ut úr veggjunum og upp af gömlum hlóðum voru
vaxnar gulvíðihríslur, 2—3 álnir á hæð og l-U/2 þuml. að þvermáli.
Þar dvöldum við nokkra stund og áðum hestunum. Þótt beitarland í dal
þessum sé svo ágætt, þá er þó eigi gott að búa þar fyrir snjóþyngslum á
vetrum og eins af því að aðflutningar eru því nær með öllu bannaðir
vegna jökla og öræfa, er að dalnum liggja, svo að illfært er að komast
þangað með áburðarhesta.
Kollumúli er vestan við Víðidalsá. Það er einkennilegur fjallrani. Á
enda hans að framan er há bunga, þar sem Víðidalsá fellur niður í
Jökulsá. Austan í honum (þeim megin sem að Víðidal snýr) eru víðast
háir hamrar og hengiflug. Jarðmyndun Kollumúlans er mjög einkenni-
leg,- sums staðar svört, hraunkennd lög, sums staðar grágrænt berg.
Upp um það ganga í aflar stefnur óteljandi hraunkenndir basaltgangar
eins og svart net á ljósum bletti. Sums staðar í svörtu lögunum eru aftur