Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 90
88
MÚLAÞING
fjölda margir gráir eða rauðir líparít-gangar, er hallast til suðurs. Kollu-
múli er lægri um miðjan dalinn, og þar er uppi á honum dálítið vatn, en
svo hækkar aftur, er norðar dregur, og verður há heiði, þegar dregur
upp á öræfin fyrir norðan Víðidal (Kollumúlaheiði)“.
Þorvaldur og Sigfús héldu norður dalinn og á bak við Hofsjökul fóru
þeir yfir varpið og niður í Geithellnadal og komu eftir miðja nótt að
Hvannavöllum. Er lýsing hans af þessu ferðalagi mjög skemmtileg og
um leið elsta lýsing sem til er af öræfunum milli Vatnajökuls og Alfta-
fjarðar.
En Sigfúsi, fylgdarmanni Þorvaldar, fór sem fleirum að frábær gróð-
ursæld Víðidals hafði mikil áhrif á hann. Vildi hann komast burtu frá
Hvannavöllum og sagði síðar að hann hefði ekki fengið neitt jarðnæði,
sem honum líkaði. Næsta vetur fékk hann Víðidal og Kollumúla til
byggingar hjá prestinum, sr. Markúsi Gíslasyni á Stafafelh og flutti í
dalinn næsta sumar ásamt fjölskyldu sinni. Kona hans hét Ragnhildur
Jónsdóttir, og áttu þau einn son á lífi, er hét Jón, þá 19 ára gamall, en
tvö önnur börn þeirra dóu ung. Þeir feðgar ráku ærnar og það sem
náðist af geldfé í dalinn um 9. helgi sumars 1883 og mánudaginn í 10.
viku sumars 1883 fluttu þau alfarin í Víðidal en Hvannavelhr hafa verið
í eyði síðan. Á tæpum sex vikum fluttu þeir 60 hestburði farangurs og
búslóðar á 5 hestum í Víðidal og byggðu á sama tíma upp fjögur bæjar-
hús á gömlu rústunum: baðstofu, búr, eldhús og bæjardyr - en 24
hestburði fluttu þeir síðar um sumarið. Unnu feðgarnir að mestu tveir
við byggingar og flutninga. Varpið norðan Hofsjökuls er í u.þ.b. 740 m
hæð yfir sjó en þetta tókst þó allt. Geta menn reynt að geta sér nærri um
erflðleikana. Þarna voru þau aðeins 3 í heimili tvö fyrstu árin en fóru að
flytja að sér efni í nýjan bæ þegar næsta sumar og mun hann hafa verið
byggður 1885, allskammt frá þeim fyrri, en ýmsum húsum var svo bætt
við eftir því sem árin liðu og geta leyfði. En heppin voru þau að ráðast
svo fljótt í byggingu nýrri bæjarins, því að 11. janúar 1888 kom snjóflóð
og braut niður efra bæinn og fór með hann niður á tún. Skall því hurð
nærri hælum að ekki færi á sömu lund og hjá Þorsteini Hinrikssyni 40
árum og 4 dögum fyrr.
Síðasta fjölskyldan í Víðidal
Svo vel vill til að Jón Sigfússon hélt dagbækur meginhluta þess tíma, er
þau bjuggu í Víðidal og hefjast færslurnar á haustnóttum 1885, þannig
að tvö fyrstu árin af búskap þeirra vantar. Þó eru tímabil, sem Jón