Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Síða 94

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Síða 94
92 MULAÞING maí með Sigfúsi, sem fór daginn áður til að sækja hana. Þetta vor flytja einnig í Víðidal frá Veturhúsum í Hamarsdal önnur systir Ragnhildar Þórlaug 67 ára og með henni dóttursonur hennar Helgi Einarsson 7 ára. Er hann skrifaður tökubarn í sóknarmannatali. Móðir hans hét Ingunn Þorsteinsdóttir og var dóttir Þórlaugar en systir Helgu og Bjarna. Ingunn lést 16. des. 1888 en faðir Helga hafði drukknað við fjórða mann 9. maí 1887. Þetta urðu tildrög þess að Helgi fluttist með ömmu sinni að Grund og fór í fóstur til frændfólks. Má hann teljast heppinn að hafa fengið samastað hjá skyldmennum. Þriðji sonur Jóns og Helgu fæddist 2. ágúst um sumarið og hlaut nafnið Sigfús. Um næstu áramót eru því 11 manns í heimilinu og þá er fólkið flest. En Þórlaug dó 23. janúar um veturinn. Þorsteinn Hinriksson og drengir hans tveir eru taldir hvíla í Bringunum í túninu á Grund og þar var Þórlaug staursett uns hestfæri kom svo að líkið yrði flutt til greftrunar fram að Stafafelli. Var hún jarðsett þar 26. febrúar. (Sjá bókina Töfrar liðins tíma eftir Torfa Þor- steinsson í Haga, bls. 72 - 83). Eftir þetta eru alltaf 10 í heimilinu og næstu tvö ár er sama fólkið þar. En vorið 1894 flytur Kristín burtu en Sigríður Þorsteinsdóttir kemur aftur og í þetta sinn frá Vaðbrekku í Hrafnkelsdal. Má það kallast einkennileg tilviljun að konur í tölu fyrstu og síðustu íbúanna í Víðidal skyldu koma þangað úr öðrum öræfadal, Hrafnkelsdal. Og ekki voru tengsl milli fólksins í fyrstu og síðustu fjölskyldunum. Ekki er heldur vitað um bein tengsl milli íbúa Hrafn- kelsdals þá og síðustu íbúa Víðidals. En orsök þess að Kristín flutti brott var sú að of vingott varð milli hennar og Sigfúsar. Varð hún ófrísk og raskaði þetta ró fólksins í fjalla- dalnum. Ragnhildur varð mjög fálát, hætti á tímabili um veturinn að vera í baðstofu en hélt sig lengstum frammi í eldhúsi. En Kristín komst í tæka tíð til föður síns er þá bjó í Bæ í Lóni og ól barnið þar. Var það drengur og var skírður Júlíus. Kristín giftist Þorsteini Vigfússyni ekkju- manni er þá bjó að Bæ í Lóni. Arið 1901 fluttu þau að Krossi á Beru- fjarðarströnd með þrjú börn sín. Síðar munu þau hafa flutt til Ameríku. Árin 1895 og 1896 er sama fólk í Víðidal og við árslokin 1894. Vorið 1897 flytja þau öll burtu en Grund fór í eyði. Helgi Einarsson fór sem vikapiltur að Bæ í Lóni en Bjarni flutti þangað sem vinnumaður og var trúlofaður Ragnhildi dóttur Sigurðar Guðmundssonar bónda þar og Margrétar Jónsdóttur konu hans. Ragnhildur og Bjarni bjuggu í Hraun- koti í Lóni frá 1901 til 1930 en fluttu þaðan til Hafnar. Eri hugur Bjarna dvaldi oft í dalnum og hann hafði jafnvel við orð að flytjast þangað, ef fjölskyldan fengist til þess. Frekar mun hann hafa sagt það í gamni en
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.