Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 96
94
MÚLAÞING
útistörf, svo gróin virtust þau við bú sitt og jörð. Fastheldin þóttu þau á
venjur sínar, t.d. versluðu þau ekki við kaupfélagið, eftir að það var
stofnað á Djúpavogi, heldur við Karl Bender kaupmann, meðan hann
var þar með verslun sína og gistu jafnan hjá honum, ef á því þurfti að
halda, þegar þau fóru til Djúpavogs í verslunarerindum.
Póstur átti jafnan leið um Bragðavelli og þeir feðgar tóku ætíð frí frá
vinnu nokkra stund, eftir að póstur hafði komið, til að lesa það sem
þeim hafði borist með honum.
Brúðskaupsvísur til Jóns Sigfússonar og Helgu Þorsteinsdóttur
á Grund í Víðidal, 18. október 1892.
Nú er haust
hretalaust,
himinn skær og fagur
ágæt tíð,
ávailt blíð,
indæll brúðkaupsdagur;
lofum guð, hfsfögnuð
lýsi gleðibragur;
brúðhjónanna blómgist ráðahagur.
Yfír fjöll
földuð mjöll,
fagra hvelið bjarta
skín svo hlýtt
hýrt og bhtt,
höldar líka skarta;
gildum því
góðum í
glatt er mannsins hjarta,
þótt um vonda verslun megi kvarta.
Oskum vér
allir hér,
ungu hjónin þessi
sýni dáð,