Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 98
96
MULAÞING
við Kollumúlasporðinn. Þar fellur Víðidalsá eystra megin sporðsins í
Jökulsárgljúfrið, sem liggur beint fram til Lóns. Frá sporðinum og inn á
móts við svonefndan ,,Stórahnaus,“ neðan frá Jökulsá og upp á hjalla-
brún sem nefndur er ,,StórihjalIi“ (líklega sami hjallinn, sem þú nefnir
Skógarhjalla, þótt enginn skógur sé upp á honum og að öðru leyti
óbyggilegt land), er landið allt skógi vaxið með töðubrekkum innan um,
beitibuska, grávíðir og rauðvíðir og alls konar lyngi. Niður við sporðinn
er skógurinn þéttur og svo stór að fá má allgóða birkirapta úr honum; þó
er hann víðast boginn og hlykkjóttur. Niður af Stórahnaus liggja skriður
og klettar og utan og sunnan í honum liggur skriða alla leið ofan í
Jökulsá, sem illt er yfir að komast, þá er hún er frosin; en niður við ána
fyrir innan skriðuna er nestangi lítill grasi og skógi vaxinn. Þar fyrir
innan tekur við stórt gil inn á móts við Kollumúlakoll og verður hvergi
komist yfir það. En er þessu gili sleppir taka við smágil ósamföst með
víði vöxnum tungum á milli og þar fyrir innan taka við Leiðartungur,
sem ná allt inn að Stórusteinum. Þær eru allmikið svæði og skógi
vaxnar neðan til. Er skógurinn engu minni neðst á þeim en út á sporði.
En upp frá þeim er graslendi nokkurt en þó engjalaust. Þegar stefnt er
frá bænum hjá mér þvert yfir múlann, þá eru Leiðartungur rétt á móti.
Fyrir innan Leiðartungur koma ,,Stórusteinar“. Þeir eru eigi stórt
svæði en landslag líkt og kringum Hauga í Skriðdal, þ.e. smá grasbotn-
ar innan um grjóthólana. Þar fyrir innan koma ,,Ytri-Tröllakrókar“.
Þar eru stórar grasbrekkur og vaxinn skógur og víðir innan um, en
skriður efst (upp í múlanum) eins og víðast er þar. Fyrir innan þessa
króka koma breiðar skriður ofan í á, en er þeim sleppir taka við „Innri-
Tröllakrókar“, allmikið svæði og vel grösugt og jafnvel engjar. Upp yfir
klettunum eru háir klettar með grasrákum í, en þar fyrir ofan liggur
Kollumúlahraunið; innan við krókana liggur þvergil úr hrauninu ofan í
Jökulsá.
I haust sem leið, þá er ég gekk í Vesturdal (og Jón m. með mér)
gengum við inn brúnirnar upp yfir Tröllakrókum og fyrir ofan þetta
þvergil, sem ég nefndi, síðan inn yfir ána, sem fellur ofan gilið. Hún
kemur úr vötnum inn á múlanum og var að sjá mikinn snjógadd í þeim.
Þaðan héldum við vestur í Vesturdal, sem Lónmenn kalla og alveg inn í
botn á honum og fundum enga skepnu. Þar er graslendi lítið. Við
fundum þar rifin af 3-4 kindum, sem dáið höfðu þar úti fyrir löngu, því
ullin var fúin. Dalverpi þetta er lítið og ljótt, og dauðinn vís sauðfé ef
það lendir í hann. Dalurinn er sums staðar girtur hömrum, en sums
staðar liggur jökull hreint ofan í á. Þar sem jökullinn hggur ofan í