Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 99
MÚLAÞING
97
dalbotninn, kemur Jökulsá undan honum og horfðum við á hana, þar
sem hún valt kolmórauð undan jöklinum. Hún rennur fossalaust út
dalinn, þar til er hún steypist fram af háum hengihömrum ofan í mikið
gljúfur; er þar annar foss neðar í gljúfrinu en nokkuð lægri. Efri fossinn
hygg ég að sé engu lægri en Hengifoss í Fljótsdal (hæsti foss á íslandi)
og eru engir aðrir fossar til í Jökulsá en þessir tveir. Síðan rennur áin
beint út með Kollumúla að suðvestanverðu. En graskinnar þær, sem þú
segist hafa séð neðan undir fossinum, hljóta að vera Innri-TröUakrókar
o.s.frv.“
Líklega verður nú ekki vitað hverjum Sigfús skrifaði þetta bréf en þó
má láta sér detta tvo menn í hug. Fyrst og fremst Sigfús Sigfússon
bónda á Skjögrastöðum í Skógum á Héraði og í öðru lagi Baldvin Bene-
diktsson á Þorgerðarstöðum í Fljótsdal. Sigfús var uppahnn á Langhús-
um í Fljótsdal og hafði því oft farið í göngur á þeim hluta Fljótsdals-
öræfa, sem liggja suður undir Víðidalsdrög og Marköldu. Baldvin bjó á
Þorgerðarstöðum í Suðurdal í Fljótsdal og hafði því að sjálfsögðu gengið
sömu öræfi og Sigfús. Báðir voru þeir fengnir tveimur árum eftir að
Sigfús skrifaði bréfíð til að vera fylgdarmenn séra Jóns Jónssonar þá
prests í Bjarnanesi er hann fór úr Fljótsdal suður í Lón, svo að þeir hafa
trúlega verið taldir manna kunnugastir á svæðinu. Nú ber að líta á að á
tveimur stöðum í bréfinu kemur fram, að sá sem bréfíð er stílað til,
hefur komið í Víðidal og á Kollumúla og að hann biður Sigfús í áður
nefndu bréfí að lýsa Kollumúlanum. Lýsing Sigfúsar á Víðidal og Kollu-
múla er skrifuð samkvæmt beiðni þessa kunningja hans. Sjá má af
Ættum Austfirðinga að Sigfús átti marga ættingja á austanverðu Hér-
aði, einkum í Skriðdal og á Völlum en í annan stað má ljóst vera af
minningum Helga Einarssonar að þeir feðgar áttu góðkunningja víða á
Héraði og tilnefnir hann einkum Sigfús Sigfússon á Skjögrastöðum.
Virðist því margt benda til þess að Sigfús Jónsson hafí skrifað nafna
sínum þetta bréf. En það verður varla alveg fullyrt héðan í frá.
Sagnir úr búskap þeirra feðga á Hvannavöllum og Grund
I júnímánuði vorið 1881 strandaði skipið Helnæs, danskt kaupfar á
sandinum, sem lokar Alftafírði. Skipsmenn björguðust, nema einn há-
seti sem skolaðist fyrir borð er brotsjór reið yfir skipið. Annar háseti
hafði drukknað af því í Reykjavíkurhöfn og var farmannakista hans
ásamt skipsskrokknum og öllu öðru úr skipinu seld á opinberu uppboði.
Sigfús Jónsson keypti kistuna og gaf hana Jóni syni sínum þegar heim
Múlaþing 7