Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 103
MÚLAÞING
101
Var það skemina er skyldi vera sæluhús fyrir gangnamenn og ferða-
menn, sem fýsti að fara hina fornu Norðlingaleið.
Bæjarhúsum í Víðidal hefur trúlega svipað til þeirrar gerðar sveita-
bæja, sem algengust var í Austur-Skaftafellssýslu fram til síðustu alda-
móta: bæjardyr og göng inn af með búri til annarrar handar en til hinnar
handar göng í eldhús með hlóðum og var ekki um önnur eldstæði að
ræða. Beint inn úr bæjardyragöngunum var stigi upp á baðstofupall en
undir honum var fjós með sérstökum útgangi. Samhliða þessum húsum
var geymsla og á sumum bæjum smíðahús og e.t.v. fleiri hús. 011 þessi
hús sneru stöfnum fram á hlað og á flestum bæjum var heygarður að
húsabaki en önnur útihús voru dreifð um túnið. Bárujárn þekktist ekki
fyrr en um aldamót og gerð húsa breyttist mikið eftir að farið var að
nota járnið á þök. En því verður ekki lýst hér, né heldur þeirri byltingu
sem varð þegar steinhúsin ruddu sér til rúms.
Þorsteinn Kjarval segir í ævisögu sinni að sér hafi virst bæjarhúsin í
Víðidal heldur lágreistari en algengt var austur þar. En húsin munu
hafa verið vel byggð og stæðileg. Þeir feðgar hafa hugsað sér að selja
húsin ef einhverjir yrðu til þess að flytjast í dalinn. En af því varð þó
ekki og húsin í Víðidal urðu eyðingunni að bráð með tímanum. Gangna-
menn leituðu þar athvarfs um árabil meðan húsin stóðu uppi.
Hreindýraveiðar
Jón Sigfússon hafði fullan hug á því að ná hreindýrum bæði til heima-
frálags og til að selja af þeim kjötið. Dagbækurnar greina á nokkrum
stöðum frá því að hann hafi farið í hreindýraleit eða séð þau í smala-
mennskum. Oftast hafðist lítið upp úr eltingaleiknum við þau, enda
ekki þægilegt að ná þeim með haglabyssu, nema rétt í einstökum til-
fellum. 1 bréfi, sem Jón skrifaði Helga Einarssyni árið 1937, stendur:
„Veturinn 1888—1889 var mikið um hreindýr en fá skaut ég. Það var
vont að komast að þeim með haglabyssu. Þau komu oftast á hverjum
vetri fram á Múlaheiði, en hurfu fljótt norður af aftur. Ég hef heyrt að
þegar Stefán Ólafsson var að byggja í Víðidal, hafi verið þar fjöldi
hreindýra. Þá var heimkynni þeirra á þessu svæði frá Skriðdal suður
Hraunið alla leið að Geldingafelh. Sigfús sálugi á Skjögrastöðum sagði
mér, að þegar hann var drengur á Langhúsum í Fljótsdal, hefði aldrei
sést hreindýr fyrir norðan Jökulsá á Eyjabökkum, en stórar breiður á
haustin uppi á Geldingafelli og meðfram Bergkvíslunum og inn á Eyjar