Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 107
múlaþing
105
lendingaháls en Auðbjörg milli þveránna en kom ekki um kvöld-
ið.
1887, 6. ágúst: við allir að leita að Auðbjörgu en fundum hvergi.
Þeir leituðu hennar í viku en fundu ekki. En 20. ágúst fann Sigfús
hana sem fyrr segir.
1888, 26. sept.: við að binda upp við en mamma að taka kræðu.
1893, 12. apríl: Bjarni sótti í troðnum poka af kræðu upp á Mið-
aftanskletta.
1893, 5. apríl: við í grasamó úti í Miðtanga.
Eftir þetta minnist Jón lítið á grasatekju í bókunum. En Helgi Einars-
son dvaldi hjá þeim 1891-1897 og segir í minningum sínum að grasa-
notkun hafi verið mikil og stöðug og skapaði veruleg búdrýgindi. Ráða
má af heimildunum að grasaferðirnar hafi verið nærri einu ferðir kvenn-
anna út af heimilinu. H.E. segir: „Þær fóru nokkrum sinnum til grasa,
helst austur á Múlaheiði og þá jafnan með hesta undir reiðingi".
Heimilislíf
Við lestur heimilda um búskap feðganna í Víðidal verður manni oft að
staldra við í huga sér og íhuga hvernig þeim tókst að sigra örðugleikana
á einu harðasta tímabih 19. aldarinnar. En við nánari könnun á heimild-
unum verður manni þó æ oftar að hrífast af einni frásögn en það er
Lifnaðarhœttir í Víðidal eftir Helga Einarsson, sem hjá þeim var sex ár
í dalnum og síðar vinnumaður á Bragðavöllum frá 1899 til þess er hann
kvæntist og fór að búa á næsta bæ, Melrakkanesi í Geithellnahreppi.
Hann ritaði þessar endurminningar sínar að beiðni Eysteins Jónssonar
fyrrum ráðherra, sem gekk ásamt tveim öðrum mönnum úr Fljótsdal
suður í Víðidal og Lón sumarið 1962. I frásögn Helga eru setningar sem
hljóta að hrífa hugann, sem vitnisburður um fagurt og gott heimilislíf en
þær eru: ,,Eg hef oft nú á fullorðinsárum — hugsað til viðmóts fólksins
þar og viljað líkja eftir því. Heimilsihfið þar var svo hreint og falslaust á
allan hátt að shkt hef ég ekki fyrirfundið síðan“. Á öðrum stað í frásögn
sinni segir Helgi: ,,En glaðværðarstundir voru margar. Það var oft mikil
og glaðvær heiðríkja yfir kvöldunum eftir rökkurkveðskapinn, bæði
rímna- og ljóðakveðskap". Verður nú endursagður hluti af frásögn
Helga, kaflinn um kvöldvökurnar.
Rökkursetur voru oft nokkuð langar til að spara steinolíuna en
tuttugu lítra brúsi af henni var oft látinn duga sem vetrarforði. Lýsis-