Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 115
múlaþing
113
bréfínu er nákvæm lýsing á dalnum, landsháttum þar og gróðri, og er
heyfeng fyrsta sumarsins getið þar líka. Sigfús segir: ,,Ég tók ekki til
heyskapar fyrr en í 17. viku (sumars). Varð heyið um 50 hestar og var
þó mest engi notað. Það er rauðbreyskingur, stargresi og harðvellis-
blettir með töðugresi og stórgerðum grávíði og rauðvíði innan um. Það
er helsti viðurinn hér í dalnum, og er hann að kalla má um hann allan.
Yst í dalnum er birkiviður, en smærri og einibúskar innan um. Einnig
er hér mikið af hvönn og hvannanjólum, en mest á grundinni kringum
bæinn, innan um rauðvíðinn og grávíðinn. Hæstu víðihríslurnar ná
manni vel í mitti og gnæfa hvannanjólarnir upp úr þeim. Þeir hæstu ná
manni vel í öxl“.
Tólf ár liðu milli þess að Þorvaldur Thoroddsen kom í Víðidal. Eftir
síðari ferðina 1894 lýs ir hann gróðrinum svo: „Ræktunin og fjárbeitin
er algjörlega búin að breyta Víðidal. Þar sem víðirinn var mestur og
hvannstóðið, er nú víðáttumikið tún. Þó túnið sé stórt, þá fást aðeins af
því 40 hestar. Það er snögglent, grasið gisið og sést í mold á milli stráa,
en jarðvegur allur er fullur af gömlum víðitágum og hvannarótum —. Utan
túns er gróður nú allur töluvert smávaxnari en áður. I dalnum er mest
af víðitágum og lyngi; mýrgresi sést þar því nær hvergi nema á örsmá-
um blettum við uppvermsludý." (Ferðabók III, 270-271).
Hér hefur túninu á Grund verið lýst en helstu engjar voru smámýrar-
sund við læki, harðvellisbörð og skjóldældir. Var því heyskapurinn
reytingssamur og eftirtekjan rýr, nema á smáblettum og verður nú
vitnað í dagbækur Jóns:
1885, 10. nóv.: við að byrja að taka á súrheyinu.
1886, 15. febr.: við að hreinsa innan s[úrheys]holuna.
— 28. júlí: byrjað að slá.
-17. ágúst: við að slá báða dagana niðri í kinn.
— 19. — við að flytja úr neðri kinninni upp í þá efri.
— 21. — við að slá í efri kinninni.
— 27. — Snjólfur og Helga að setja upp hey úti í kinn.
1887, 1. apríl: við allir út á milli Fluga að sækja hey, komumst með
naumindum heim fyrir skarafjúki og hvassviðri, - máttum skilja pokana
eftir undir kletti fyrir innan Morsu.
1887, 20. júlí: sett upp taðan á barðinu.
— 20. ágúst: við Bjarni að kasta heyinu.
— 2. sept.: fluttar 4 ferðir utan úr kinn og 3 úr hálsinum.
— 23. sept.: köstuðum ofan í heyið.
Snjóflóðið 11. janúar 1888 lenti upp fyrir súrheysholuna.
Múlaþing 8