Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 116
114
MULAÞING
Árið 1888 fengu þeir 60 hesta af heyi, þar af 27 af töðu.
Árið 1889 fengu þeir 130 hesta af öllu heyi, þar af 50 af töðu.
Árið 1892 var sumarið hagstætt með þurrka og heldur vel vaxin jörð.
Af túninu komu 40 hestar en 50 af útheyi. 20. september það ár voru
þau suður í Múla að heyja.
1893, 20. apríl: eigum eftir rúman bagga af öllu heyi - guð gefi að tíð
haldist svona góð.
Það sumar fengust 113 hestburðir af heyi, 40 af töðu og 18 af flóa-
heyi.
Raunar er ekki mikið sagt frá heyskapnum í dagbókunum og eyðurn-
ar í þeim eru helst um sumartímann. Má það teljast eðlilegt, því þá
hefur síst verið tími til að skrifa í dagbók. Tíminn og orkan hafa öll farið
í heyskapinn og þá þurfti einnig að sinna aðflutningum og grasatínslu.
En rétt er að líta aftur á fyrstu tilvitnunina í þessum kafla. Einhver
mun furða sig á því að þar er minnst á súrhey, en um þetta leyti var þó
súrheysverkun þekkt og allmikið notuð á óþurrkasvæðum erlendis. I
blaðinu Austra 1. árg. nr. 16 árið 1884 eru leiðbeiningar um verkun
súrheys og notkun þess. I Austra 2. árg. 1885 er grein um súrheysverk-
un og heybirgðir eftir Björn Runólfsson og þar er sagt að á 4 bæjum í
Jökulsárhlíð: Hrafnabjörgum, Fögruhlíð, Bakkagerði og Ketilsstöðum
hafi verið gerðar tilraunir með súrheysverkun sumarið 1884. Torfi
Bjarnason kynnti súrheysverkun í Andvara þá um veturinn, líklega
fyrstur manna hér á landi. Hafa því Austfirðingar sýnilega verið fljótir
til að reyna þessa nýju heyverkunaraðferð.
Gestakomur
Eins og að líkum lætur komu sjaldan gestir að Grund í Víðidal. Fjár-
leitamenn úr Lóni komu þar þó haust og vor og menn frá bæjum í dölum
Álftafjarðar svipuðust þar um eftir kindum. Eitt sinn komu menn úr
Fljótsdal til að sækja lömb, sem höfðu ranglast suður yfir Hraunin.
Sjálfsagt hafa Álftfirðingar og Lónsmenn komið um leið til að hta á
búskapinn í Víðidal og hitta gamla kunningja í nýjum heimkynnum.
Kvenfólk virðist aldrei hafa verið gestkomandi í dalnum og er reyndar
trúlegt að svo hafi alls ekki verið. En þess ber að minnast að eyður eru í
dagbókunum, svo að ekki er unnt að fullyrða það algerlega. Júhetta
Grönvold frá Djúpavogi virðist hafa verið þar frá 21. júlí 1888 til 4.
september sama ár og er það eina kvenpersóna utan heimilis, sem í
dalinn kom. Hér eru svo tilvitnanir um gestakomur: