Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 119
múlaþing
117
Hitt kvæðið birtist í minningarriti er Austur-Skaftfellingar gáfu út um
prófast sinn árið 1922. Nefnist ljóðið
Ferð um Fljótsdalsörœfi suður í Víðidal 20. sept. 1886:
Ognum reifuð öræfin Fljótsdælinga skjótt ég skil
ýmsum hreyfa gátum; skerin fjalla viður;
huga dreifa dalinn inn
dýrin skeifulátum.
Elfum sveipuð öræfin
á sem hleypum jóum,
hremmir sleipur hjarnbreðinn
heljargreipum sljóum
Isum slungin öræfin
ösla lungar mínir;
jökulbungan breiða sinn
belginn sprunginn sýnir.
Heiðsynninga hallar til,
hér er leiðin niður.
,,Mig hefur lengi langað til
að fita Víðidahnn."1
Hérna þekki ég hér um bil
hamra krappa salinn.
Ofan hlíðar höldum vér,
hrossin vantar fóður;
fíflar bleikir finnast hér,
fyrsti dalsins gróður.
Þokudimma þessa stund
þekur gljúfrasvæði;
fákar renna fram að Grund,
fá þar gras og næði.
Sumarið 1894 bar gesti að garði, er Þorvaldur Thoroddsen kom þar í
annarri rannsóknarferð sinni á þessar slóðir. Hann kom frá Stafafelh,
fór yfir Kjarrdalsheiði, Illakamb og Kollumúla. Hafði vegurinn verið
gerður vel hestfær í júlí um sumarið, leiðin öll gerð greiðfærari á verstu
köflum og hlaðnar vörður á heiðum. Þorvaldur segir: ,,Upp Víðidals-
drögin segir vörðustrjáhngur nokkur dáhtið til vegar. Vörður þessar
voru byggðar í vor til leiðbeiningar fyrir þá, sem kynnu að vilja ferðast
fjallaleið úr Lóni til Héraðs Þorvaldur dvaldi í dalnum nokkra daga
og af honum lærði Jón Sigfússon að þekkja og greina plöntur, eftir því
sem Helgi Einarsson segir. Jón fylgdi Þorvaldi norður yfir öræfin 17.
ágúst um sumarið. Mun fyrsta lýsing af þessu svæði vera í bókum
Þorvaldar fyrir utan lýsingu þá er Sigfús Jónsson skrifaði af Víðidal
1 Orðin innan tilvitnunarmerkjanna leggur höf. fylgdarmanni sínum í munn, Sigfúsi
Sigfússyni á Skjögrastöðum.