Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 121
MULAÞING
119
Eftir að til Bragðavalla kom mátti segja að þau væru í þjóðbraut og
gestakomur verða daglegur viðburður, ýmist menn af næstu bæjum í
ýmsum erindum, Melrakkanesmenn á leið í göngu inn á afréttina í
Hamarsdal eða þá að fplk lengra að komið átti leið þar hjá og sumir áttu
e.t.v. langa leið fyrir höndum. Ymsir komu og báðu um fylgd yfir
Hamarsá. Stundum komu nágrannar til að spila eða þá að þeir feðgar,
Jón og Þorsteinn fóru á næstu bæi til að heilsa upp á nágranna og spila
við þá. Margrét fór oft út á Djúpavog og ýmsir þaðan komu oft og litu
inn á Bragðavöllum. Hér eru svo tilvitnanir einkum frá árunum 1912 og
1913.
1912, 22. jan.: Það að dansa á Hamri í nótt og Steini þar Hka að spila.
- 4. apríl: Ball haldið á Hamri - allir vitlausir að dansa.
— 15. okt.: komu 8 menn úr Lóni með nálægt 500 fjár og tepptust hér
þar til á mánudag kl. 11 að þeir komust á fjörunni og höfðu um 20 hesta
og beittu þessu öllu hér um grundirnar og túnið. 2 menn með fé á 3.
hundrað tepptust hér áður 6. eða 7. okt. og ko«iust ekki yfir ána og voru
hér 2 nætur og drengir fylgdu þeim á fjörunni austur í Henglavík. Þetta
megum við allt líða fyrir ána.
Þetta er eina kvörtunin, sem finnst í dagbókum Jóns Sigfússonar yfir
gestagangi og umferð.
1912, 18. okt.: Maður frá Stuðlum í Reyðarfirði kom hér, Valdór
Bóasson. Steini og Fúsi fylgdu honum yfir ána með féð.
1912, 15. des.: Sigurður Jónsson á Ekru, Olli í Hamarsseli, Stebbi og
Alli komu hér og ólmuðust við Gróu og Margréti. Við spiluðum lengi.
1913, 21. júní: Þorleifur í Hólum kom hér og kona og sonur á leið til
Alþingis.
1913, 7. sept.: Hér margt útreiðarfólk utan úr Hálsþinghá og Steini og
Margrét riðu með og Helgi á Melrakkanesi inn í Hamarsdal en við Fúsi
báðir heima og mamma.
1913, 13. sept.: Steini suður að Melrakkanesi upp á að ná nautum úr
afréttinni.
1918, 29. júní: Maður fór með móður sína sunnan úr Meðallandi
—Nýjabæ - Gissur Þórðarson - hún ætlar að Krossanesi í Reyðarfirði til
dóttur sinnar.
Júlíus hálfbróðir Jóns kom nokkrum sinnum í Bragðavelli á árunum
milli.1910 - 1920.
Ekki verður fleira tínt til um gestakomur og mannaferðir en af nægu
er þó að taka.