Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 127
múlaþing
125
lagt inn í verslunum á Papósi eða Djúpavogi. En stundum fóru þeir til
að ljúka ýmsum persónulegum erindum við menn í þessum byggðarlög-
um og er þá tilgreint á hvaða bæi þeir komu, hvar þeir gistu og hversu
marga daga ferðin tók. Lítt er getið um ferðir kvennanna, nema þær
færu til grasa. Helga virðist þó hafa farið austur í Álftafjörð 17. júlí
1886, svo og þegar þau giftu sig, Jón og hún. Einnig fór hún til að vera
við jarðarför Jóns bróður síns árið 1896 en hann hafði búið á Bragðavöll-
um. Erfði Helga hlut í jörðinni eftir bróður sinn. Jón Þorsteinsson var
tengdasonur hins sögufræga manns Magnúsar ríka Jónssonar, sem
þekktastur er af öllum ábúendum Bragðavalla fyrir utan Jón Sigfússon
°g bjó þar frá 1831 til 1868. Dóttir hans Kristín giftist Jóni Þorsteinssyni
og höfðu þau ábúð á jörðinni frá 1870 til 1896, er Jón dó. Stóðu Bragða-
vellir í eyði til næsta vors, er fjölskyldan frá Víðidal fluttist þangað.
Ekki verður neitt séð um ferðir kvennanna annað en það sem kirkju-
bækur segja um aðsetursskipti. Á öðrum stað í þáttum þessum er
minnst á ferð þeirra mæðginanna, Jóns og Ragnhildar eina sumarnótt
inn á Eyjabakka. En hér eru nokkrar tilvitnanir, sem sýna ferðir karl-
mannanna út af heimilinu:
1885, 10. des.: ég fram í Lón og út að Volaseli og upp að Stafafelli og
heim daginn eftir.
1886, 5. apríl: ég austur í Álftafjörð.
- 6. apríl: ég um kyrrt á Markúsarseli.
- 7. apríl: ég heim.
- 30. apríl: við á uppboðinu á Stafafelli. 1. maí: við heim.
-17. júlí: pabbi og Helga austur. [Á Djúpavog]. 19. júlí: allir heim.
- 7. ágúst: við Snjólfur austur.
- 8. ágúst: landnorðan krapaveður, snjóaði gróft í fjöll.
- 9. ágúst: ekki mikið úrfelli, við heim.
- 20. sept.: ég austur með kindurnar í enskinn.
A þessum árum seldu bændur fé á fæti í ensk fjártökuskip. Þau fluttu
féð lifandi til Bretlandseyja og var því slátrað þar. Þetta var tvo síðustu
áratugi 19. aldar.
1887, 12. jan.: Snjólfur út í Lón með kindurnar.
- 16. jan.: austan blotaveður allan daginn og skruggur og ljósagang-
ur og Snjólfur heim.
- 16. febr.: út á Papós með kjötið [af hreindýri, sem veiddist daginn
áður].
- 17. febr.: frá Dal og austur að Krossalandi um kvöldið.