Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 128
126
MULAÞING
I næstu ferð sótti Jón Bjarna Þorsteinsson mág sinn suður að Smyrla-
björgum í Suðursveit. Bjarni var síðan vinnumaður hjá Jóni í 10 ár, uns
Víðidalsfólkið flutti til Bragðavalla, en þá flutti Bjarni út í Lón (að Bæ).
Þeir feðgar, Jón og Sigfús, lögðu af stað í góðu veðri á 3 hestum að
morgni 22. apríl. Mikil ófærð reyndist fram af Kollumúlanum og niður í
Sporðinn en þá gekk allt í einu í glórulausan byl. Þeir fóru þá eftir
Jökulsárgljúfrinu út í einstigið en er þangað kom voru hestarnir búnir
að fá miklar harðsperrur af vaðlinum enda talsvert frost. Tilvitnanir úr
dagbókinni:
1887, 22. apríl: ég og pabbi að heiman, ég ætlaði upp á suðurferð,
pabbi með hestana, lágum úti á einstiginu um nóttina yfir hestunum og
komum um morguninn að Stafafelli.
— 23. apríl: ég og pabbi á Stafafelli - norðan veður og 13 gráða frost.
— 24. apríl: sama veður.
— 25. apríl: glórulaus bylur inn í Víðidal, ég suður að Þinganesi um
daginn.
— 26. apríl: ófært yfir fljótin.
— 27. apríl: norðvestan og mikið moldrok á fljótunum en fært yfir
þau og ég að Smyrlabjörgum aftur.
— 28. apríl: ég og Bjarni að Kálfafelli og upp að Smyrlabjörgum
aftur, himinblíða.
— 29. apríl: við að Þinganesi um daginn.
— 30. apríl: sama veður og við að Dal.
— 1. maí: við heim.
— 10. maí: við pápi fram í Lón og við að Þinganesi um kvöldið.
— 11. maí: við á Papós og upp að Þorgeirsstöðum um kvöldið.
— 12. maí: við inn í Eskifellsása, lágum þar um nóttina, heim daginn
eftir.
— 14. júlí: ég suður á Leiðartungur að vita um jökla.
1888, 8. mars: ég heim úr kaupstað og fékk hálfgildings byl á jöklin-
um.
— 1. júlí: ég austur á Djúpavog og lagði þar inn ull.
— 4. júlí: ég heim.
— 12. ágúst: við í Fljótsdal.
— 14. des.: ég að Melrakkanesi.
— 15. des.: ég austur frá Melrakkanesi og aftur um kvöldið.
— 16. des.: ég að Markúsarseli.
-17. des.: ég heim.