Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 129
múlaþing
127
Frásagan sem Eiríkur Sigurðsson skólastjóri á Akureyri skráði löngu
síðar eftir Jóni er e.t.v. um þessa ferð.
Einhvern seinasta veturinn í Víðidal var sem oftar farin kaupstaðar-
ferð fram á Papós. Voru þá Þjóðsögur Jóns Arnasonar fengnar að láni
og strax farið að lesa þær upphátt eftir heimkomuna. Eitt kvöldið átti
Helgi Einarsson að læra í kverinu, en þá var einmitt lesin sagan af Hildi
álfadrottningu. Þótti Helga skemmtilegra að hlýða á söguna í stað þess
að stauta í kverinu og laumaðist til að liggja á hleri í efstu rim í pallstig-
anum. Komst það upp og fékk Helgi ávítur fyrir sviksemina og htla sem
enga kunnáttu í hinum kristnu fræðum. En hann sagði löngu síðar að
guðrækni sín hefði beðið alvarlegt skipbrot við þetta. En nefnum tvö
dæmi í viðbót:
1895, 11. júní: Jón og Helga austur í Álftafjörð. [Bjarni skrifar
þetta].
1896, 27. febr.: þá fór Jón austur á Djúpavog og ég með honum upp á
Hofsjökul.
Einn síðasta veturinn þeirra í Víðidal veiktist Jón snögglega og var
álitið að hann hefði fengið lungnabólgu. Þótti stór nauðsyn á að ná til
læknis og var enginn nær en Þorgrímur Þórðarson á Borgum í Nesjum.
Mikill snjór var á jörðu og tvísýnt veðurútlit. Bjarni lagði af stað á
skíðum árla morguns, komst að Stafafelli á fyrsta degi en varð að bíða í
Lóninu vegna veðurs, fór svo suður í Nes og hitti lækninn, hraðaði sér
upp í Þórisdal í Lóni og varð þar enn veðurtepptur vegna dimmviðris
innundan. Á fimmta degi komst hann heim, er nokkuð var liðið á vöku
og hafði brotið annað skíðið á leiðinni ofan hjallann móti bænum. Víða
var snjór í mitti. Var hann orðinn örmagna af þreytu en ómeiddur og
ekki illa á sig kominn. Þessa daga hafði bætt verulega á snjóinn til fjalla
og voru bæjardyrnar á Grund svo til alveg komnar í kaf daginn sem
Bjarni kom heim og sást ekkert á þær utan frá. Fólkið í Víðidal var orðið
uggandi um ferðir Bjarna en Jóni hafði farið hraðbatnandi þessa daga
og var kominn á fætur, þegar sendimaðurinn kom úr læknisvitjuninni.
Helgi segir svo í minningum sínum um lifnaðarhættina í Víðidal.
,,Eg man vel eftir þessu kvöldi. Það var stillilogn en frostlaust. Við
vorum úti við allt kvöldið að hlusta eftir því hvort nokkuð heyrðist til
Bjarna. Einstöku sinnum fannst Jóni hann heyra eitthvert skrjáf en svo
óglöggt var það, að ekki varð greint hvað þetta var. Fólkið gerðist
órólegt þegar á kvöldið leið og uggandi um ferðir hans. Þannig liðu
stundirnar ein af annarri, þar til seinast á vökunni. Þá sá ég einhverja