Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 131
múlaþing
129
Þegar þeir feðgar fluttu í Víðidal vorið 1883, tóku þeir með sér tvo
vetrunga og í þréfi sem Sigfús skrifaði vini sínum á Héraði vorið 1884
má sjá að honum hefur þótt þeir aðgangsharðir við góðgresið í dalnum.
Hann segir að þeir hafi étið bæði hvannirnar og ræturnar með.
Reynt var að láta kýrnar út eins snemma á vorin og unnt var eða um
leið og vottaði fyrir gróðri. Helgi Einarsson segir að eitt vorið hafi
nautgripirnir verið leystir út um sumarmál og hefur það trúlega verið
vorið 1893.
Hestarnir
Aldrei voru hafðir nema einn eða tveir hestar heima í Víðidal á vetrum,
þó þau ættu fleiri. Hinum var komið fyrir á útigangi suður í Hornafirði.
Ekki talar Jón mikið um hestana í dagbókunum og minnist aldrei á þá
er syðra gengu. Vitneskjan um þá fínnst í ritgerð Helga Einarssonar.
Hér eru nokkur dagbókardæmi, þar sem á brúkunarhestana er minnst:
1885, 7. nóv.: reknir hestarnir suður í Múla
1886, 3. jan.: látnir inn hestarnir.
- 7. júní: ég með hestana ofan í Stórsteina.
1887, 6. júní: ég út á kamba eftir hestunum.
- 6. des.: ég að sækja Jarpskjóna suður í Múla.
1890, 25. febr.: ég út í Lón með hestana.
— 9. maí: við innaf með hestana.
1893, 13. apríl: pabbi og Bjarni út í Lón með hestana.
— 18. maí: sóttum suður hestana — komum heim með þá og kornmat-
inn.
1895, 4. mars: Jón í Álftafjörð — ég með honum inn á Langamel með
hestana. [B.Þ.].
1896, 5. febr.: Bjarni kláraði að klippa Rauð minn og reið á honum út
öU svell.
1897, 11. maí: gott veður um daginn - ég út í Lón með hestana.
Jón Arnason á Múla í Álftafirði, hálfbróðir Sigfúsar í Víðidal kom á
móti þeim með hestana hinn 19. maí 1897, er þau voru í búferlaflutn-
ingunum frá Víðidal. Þann dag voru þau á leið frá Hofi í Álftafirði að
Bragðavöllum.
I dagbókinni frá Bragðavöllum minnist Jón oftar á hestana og virðast
þeir þá hafa verið a.m.k. þrír. En aldrei kemur fram með vissu hve
margir hestarnir voru meðan þau bjuggu í Víðidal. Áður er minnst á að
flutningur þeirra frá Hvannavöllum í Víðidal sumarið 1883 fór fram á 5
Múlaþing 9