Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 132
130
MÚLAÞING
hestum og eins hljóta þau að hafa flutt farangur sinn á hestum frá
Víðidal að Bragðavöllum sumarið 1897. Annað er óhugsandi en að þeir
hafi flutt vörur sínar að og frá Víðidal á hestum. Sem dæmi má nefna að
10. maí 1895 fór Jón suður í Nes til að fá sér hval og korn og þetta hefur
hann að sjálfsögðu flutt heim á hestunum.
A sumrin voru hestarnir alltaf hafðir fyrir sunnan Víðidalsá, suður á
Múlaheiði eða annars staðar fjarri, því reynt var að verja engjarnar.
Fjárgeymslan
Eins og að hkum lætur var öll fjárgeymsla ákaflega erfið í Víðidal og má
raunar marka af dagbókum Jóns Sigfússonar að fjárgeymslan hafi verið
stöðugt harðræði, sem frábæra athygfi og líkamsatgervi þurfti til að
leysa af hendi svo að ekki færi allt í handaskolum. Heyskapur var
reytingssamur og eftirtekjan lítil nema á smáblettum og varð að nota
beit og fullkominn útigang eins og framast var unnt til að drýgja hey-
feng hvers liðins sumars. Kemur ljóslega fram í dagbókunum að þeir
lágu stundum marga daga yfir fé sínu, er þeir vildu halda því til haga á
ákveðnum stöðum eða til að halda því saman. Þeir létu féð liggja úti á
hagsælum stöðum t.d. í Kollumúlanum og í Leiðartungunum. Gífurlegt
álag varð þegar þurfti að bera í það fóður að heiman, en það hiaut
einmitt að gerast, þegar færð var verst og oft í vondum veðrum. Var hey
borið til fjárins tvisvar í viku. Þá kom sér vel að þeir Víðidalsmenn voru
frábærlega léttir á fótinn og mun þó Sigfús hafa verið þeirra harðfeng-
astur en kominn af léttasta skeiði um þetta leyti. Skíði höfðu þeir og
hefði oft orðið fullerfitt að komast leiðar sinnar án þeirra. Jón og Bjarni
voru færir skíðamenn og iðkuðu stundum skíðagöngur í tómstundum.
Jón smíðaði skíði sjálfur. 17. jan. 1894 voru þeir að saga í skíði en Jón
smíðaði þau daginn eftir.
29. jan. 1895 segir Jón: ,,Við Bjarni gengum upp á Hofsjökul og htum
yfir landið að gamni okkar og sáum ofan í Álftafjörð og þar hvítt. Við
sáum norður um öll öræfi og grunnur snjór undir Fellum og mikið autt í
Sauðafelli. Og alls staðar grunnt á fjöllum hér í ytra en haglaust alls
staðar - eins í Kollumúla og Víðidal. Þó sér víða til jarðar í brekkum og
brúnum. Eins er að sjá niðri í Múla en fljótt koma hér hagar ef þíða
kemur“. Víst er að þetta fóru þeir á skíðum, því trúlega er þetta ferðin
sem Jón minnist á löngu síðar í bréfi til Helga Einarssonar og segir þá
að þeir hafi gengið á skíðunum að gamni sínu upp á Hofsjökul og voru
fimmtán mínútur aftur niður að bænum. I sama bréfi segir hann að