Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Side 133
múlaþing
131
Bjarni og hann hafí borið 50 til 60 pund til fjárins tvisvar í viku og að það
hafi bjargað þeim í Víðidal að þeir voru alhr góðir á skíðum. Hér er svo
tilvitnun í bréf sem Sigfús skrifaði ónefndum vini sínum á Héraði,
dagsett 20. apríl 1884:
,,Sunnan í Kollumúla hafa verið bestu hagar í allan vetur og oftast
alautt og kom mér það vel, því um góukomu rak ég þangað fullorðið fé
og vænstu lömbin en 1. apríl það sem eftir var af lömbunum og hefur
því bðið þar vel og er í góðu standi“. Lítum enn í dagbækurnar:
1885, 7. nót.: ég lenti inn í Axarfell að leita að Arnhöfðu, fann hana
og rak ut í Leiðartungur.
1886, 7. jan.: glórulaus moldöskubylur allan daginn og allt málþola.
— 20. jan.: ég sótti sauðina suður í Leiðartungur.
— 20. febr.: féð rekið suður í Leiðartungur, alveg haglaust í Víðidal.
— 20. mars: við að ganga og rákum alit út í Sporð.
— 19. júní: ég og Snjólfur rákum lömbin ofan í Stórsteina.
— 2. júlí: fært frá ánum og við pápi fórum með þau ofan í Ytri
Tröllakróka, beint ofan fyrir hamrana.
— 20. sept.: ég austur með kindurnar í enskinn.
— 13. okt.: fundum 2 lömb frá Víðivöllum í Fljótsdal, 1 frá Hamri og
2 sem Antoníus á.
— 15. nóv.: við að ganga og rákum heim skurðarkindur.
— 21. des.: .sprett frá hrútunum. [Þetta sýnir að hrútar hafa verið
látnir ganga eins og ær og geldfé, meðan unnt var].
1887, 14. apríl: við pápi að ganga fyrir sunnan og fundum 2 gemsa
dauða.
— 15. júní: fært frá um kvöldið og rekin lömbin út í skörð, inn á
snjóloft og ofan í Leiðartungur, pápi með okkur Bjarna út á Kollumúla,
fengum regn um nóttina og riðum ána um morguninn.
— 10. sept.: misstu þeir nokkrar kindur í Múlaþverána, „voðavondur
bylur.“
— 5. des.: við að smala fénu og rákum það ofan í helh.
— 7. des.: allt málþola.
1888, 27. jan.: féð rekið ofan í Leiðartungur [var þar fram yfir miðjan
febr.]
— 10. febr.: norðaustan kóféljagarri og mikið fjúk uppi á Múla og við
Bjarni að ganga fyrir sunnan - þar frostlaust og blíðuveður.
— 15. nóv.: við allir að ganga í Grísatungur og náðum lömbunum.
— 16. nóv.: við Bjarni að ganga fyrir sunnan og fundum bæði lömbin