Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Side 134
132
MÚLAÞING
mín, alautt inn í Innri-Tröllakróka fyrir sunnan en inn í Hvannstóð í
Víðidalnum, mikill gaddur kominn uppi á Kollumúla en sletta á jörðu
frá Hvannstóðinu og inn hjá Þverám.
1888, 28. des.: við allir að ganga og heim með ærnar, sáum lamb fyrir
sunnan Jökulsá og sótti ég það og kól á 3 tám yfir Múlann.
1889, 6. jan.: þessa daga fórum við að kenna lömbum át.
— 7. jan.: ég að ganga við sauðina og fékk dimmt yfir Múlann.
— 8. jan.:rak ærnar út í helli, seinustu lömb tekin.
— 9. jan.: glórulaus bylur, ærnar stóðu í helbnum.
— 3. febr.: við Bjarni að ganga við féð og lágum fyrir sunnan.
— 4. febr.: við Bjarni heim og fengum glórulaust moldviðri yfir Múl-
ann og ofsaveður.
— 6. febr.: teknar 10 ær heim en hitt rekið inn í Stórsteina og lítil jörð
í öllum Múlanum.
— 9. febr.: 14 gr. frost, við Bjarni að ganga allan daginn og kól á
eyrum yfir Múlann.
— 13. febr.: við að ganga fyrir sunnan og hroðaleg hálka, féð allt í
Tröllakrókum og Stórsteinum.
— 20. febr.: illt til haga í Kollumúla, féð hafði ekki nema kvist í 3
daga.
— 6. mars: pápi og Bjarni að ganga við féð og lágu fyrir sunnan 2
nætur.
í mars þetta ár lágu þeir margar nætur yfir fénu.
1889, 15. mars: ekkert gefið lömbum, við Bjarni heim og skildum allt
eftir í Sporðsröðlunum, fengum krapablár sums staðar á Jökulsá.
— 5. apríl: dauðar úr sóttarplágu í Múlanum 5 kindur, sem ég á og 3
sem séra Markús á.
— 25. maí: við allir í göngu í Kollumúlaheiðina og rákum og rúðum og
féð búið að týna.
— 9. júlí: gott veður og norðan stæður, við um kvöldið í Lambatungur
og reiddum ærnar yfir Jökulsá.
1891, 13. mars: Bjarni fór út í Lón með hnyklana og fór út Jökulsár-
gljúfur. Eg var að ganga við féð í Múlanum og fór með Bj. út í gljúfur.
— 14. mars: kom Bjarni heim - ég gekk inn í Hnútu og þar bestu
hagar.
— 16. og 17. mars: smöluðum við Bjarni heim fullorðna fénu úr
Múlanum, því við réðum ekkert við það fyrir óþægð, það setti suður yfir
Jökulsá og um allt.