Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 135
múlaþing
133
1892, 1. og2. jan.: blindbylur og allt málþola í húsum nema Skjóni og
kýrnar.
— 7. jan.: við Bjarni að ganga fyrir sunnan og féð hrakið út í Sporð
innan úr Stórsteinum og illa verkað.
— 10. jan.: pabbi og Bjarni að ganga, ég var heima og beitti lömbun-
um og tók heyið því ég var svo vesæll í fótunum.
— 15. jan.: ég að ganga fyrir sunnan og fann 2 ær gaddaðar niður.
— 20. jan.: ég að ganga fyrir sunnan og fann eina í fönn.
Næsti vetur var góður fram í janúarbyrjun og um þorrakomuna gerði
mikið hjarn í Múlanum. I febrúarbyrjun sáu þeir fram á heyþrot og fóru
með féð út í Lón 7. febrúar. Bjarni og Sigfús komu úr þeim leiðangri
þann 10. febrúar, fóru inn úr Jökulsárgljúfri og fengu krapa inn undir
einstigi. Þeir komu aftur heim með féð viku fyrir pálmasunnudag. Múl-
tnn var þá orðinn vel auður. 10. apríl gerði ununartíð og voru kýr leystar
ut 18. apríl. Næstu daga kom ágætur gróður en vart mátti tæpara
standa, því þeir áttu aðeins eftir „heystrá í viku“. Hér koma svo fleiri
tilvitnanir frá þessum árum:
1892, 27. okt.: norðan kófbylur allan daginn.
— 28. okt.: við að vita um ærnar, fengum fjarska mikið blotaveður.
Arið 1893 virðast þeir hafa orðið fyrir vanhöldum á sauðfénu því að 8.
mars voru þeir að ganga og fundu 8 kindur dauðar. Ekki sést hvað hefur
orðið þessu fé að aldurtila en líklega hafa þeir misst fleira fé. 10., 11. og
13. apríl eru þeir að flytja heim dauðyfli. Um haustið heimtist fé vel og
þeir ráku í kaupstað síðustu dagana af sumri.
1893, 9. júní: við að ganga Tröllakróka innri og lágum í kofanum.
— 10. des.: Bjarni stóð yfir inni í Hunangsfluguurð.
— 13. des.: létum tóbakssmyrsli í lömbin.
— 16. des.: hleypt til ánna.
Eins og sést af síðustu tilvitnun var oftast hleypt snemma til ánna,
jafnvel viku fyrir jól, svo hægt væri að færa frá 8 til 10 vikur af sumri.
Lömbin þurftu að vera nærri mánaðargömul um fráfærur, svo að þau
gætu bjargað sér eftir mjólkurmissinn. Því fyrr sem fært var frá, þeim
mun fyrr fékk fólkið mjólk, skyr og ost. Þess var oft þörf, einkum ef
heyskortur var að vorinu, því þá geltist kýrin meira eða minna. Þau
höfðu venjulega aðeins eina kú. (Hér er stuðst við frásögn Helga Einars-
sonar).
Arið 1894 var fremur köld tíð fram til 20. maí. Þá gerði bata og 31. maí