Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 140
138
MULAÞING
kvíaánum. Það gekk því í Kollumúla á sumrum. En oft slæddist að-
komufé úr Lóni eða Alftafirði saman við kvíaærnar.
Mjólkurhæsta kvíaærin nefndist Flasa. Var hún svört og átti Sigfús
hana. Hún var mjólkuð sér til að vita, hversu mikil mjólk væri í júgri
hennar í mál og reyndist hún vera þrjár merkur. Annars skilaði ærin til
jafnaðar mörk í mál fyrst eftir burðinn.
Eins og sjá má af framanskráðu var starf smalans ekki auðvelt.
Vökula athygli þurfti til að halda ánum saman og á góðum beitarblett-
um.
Þau færðu eitthvað frá eftir að þau komu í Bragðavelli, allt fram til
áranna 1911 eða 1912. En 7. ágúst 1917 skrifar Jón í dagbókina: ,,Nú
eru 5—6 ár síðan fært var frá - þangað til í sumar. Guðjón hefur oftast
passað ærnar.“
Síðasti mánuðurinn í Víðidal og brottflutningur
(Úr dagbók Jóns Sigfússonar)
24. apríl. 1897: Sama veður og Bjami kom þá heim utan úr Lóni, en
fór að heiman seinasta miðvikudag í vetri og ég austur í Álftafjörð og
austur á Djúpavog. Við Bjarni frændi fórum á þorranum í vetur austur á
Seyðisfjörð. Þá var ágæt tíð, oftast þíður og frostlaus tíð. Við fórum
báðar leiðir Hraun og fengum besta færi á því og komum heim á 1.
þriðjudegi í góu, - 23. febrúar og fengum norðan kóf og þoku á Hrauni en
birti upp og varð besta veður eftir að við komum ofan í Víðidalsdrög og
alheiddi og mikið frost á Hrauni uppi. Okkur kól báða á eyrum og
kinnbeinum. Daginn eftir var komin drífa af útsynningi og bleytti ofan
og gerði vont til haga ofan í miðjan Kollumúla, því hann var sumarauð-
ur. Allan þorrann þar til viku af góu og allan veturinn, nema vikutími
fyrir jólaföstu, -var vondur. Þá voru blotaveður og mslug tíð, en auðn-
aði á jólaföstunni og héldust oftast nær auðar jarðir inn með ánni frá
Leiðartungum og út í Sporð, frá þeim tíma og þar til fyrstu viku góu. En
hér uppi í Víðidal hefir verið að kalla haglaust frá því fyrir jólaföstu og
þar til nú hálfur mánuður var af sumri að komu upp litlar snapir fyrir fé
á hæstu melum. Og hefur þetta verið sá versti vetur, sem hér hefir
komið í Víðidal hjá okkur, síðan við fluttum hingað, það sem hagleys-
urnar snertir. Frostin hafa verið fádæma lítil í allan vetur, - 13 eða 14
gráður hæst á Reamaursmæli. Við fengum okkur Árna Antoníusson á
Markúsarseh í vetur til að passa féð í Múlanum á meðan við vorum fyrir
austan og fórst honum það vel. Hann fór heim til sín á fimmtudaginn 1.