Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 142
140
MULAÞING
Við vorum oft orðnir lúnir við Bjarni að baksa í þessari þungu ófærð
allan daginn með 50—60 punda þunga töðupoka, suður í Múla, ofan í
Leiðartungur, ofan að á og stundum út í Múlasporð, alltaf á skíðum og
oft í vondu veðri. En samt vildi það skepnunum td lífs að aldrei kom
norðan veður og aldrei veður af neinni átt niðri í Múla. Samt eru nú
skepnur okkar í vondu standi á sumardag fyrsta. En það held ég að Guð
gefi að við missum aldrei margt, ef gott verður nú vorið. Það er margt
orðið strengt af kvistáti, en fyrir heyið sem við bárum í það suður, dugði
féð vel að éta kvistinn, því alltaf náði það í hann og oft í lyng með og
beitibuska. Þetta skrifa ég hér mér til minnis að gamni mínu og eins um
snjóþyngslin, sem urðu hér svo ákaflega mikil á skömmum tíma — á 6 -
7 vikum, að ég hef aldrei séð meiri snjó. En ég er nú ekki gamall (33 ára
í sumar, föstudaginn í 18. viku sumars, ef Guð lofar mér að lifa). En
pabbi er kominn á 8. árið yfir 50 ár og segist ekki hafa séð jafn mikinn
snjó, síðan hann hafi verið á Dratthalastöðum á Uthéraði. Þá var hann
drengur, 5 ára gamall og man vel eftir því að þá var búið að setja spilkur
upp af bænum og húsunum þar.
Síðustu dagarnir í Víðidal, brottflutningur
og fyrstu dagarnir á Bragðavöllum
(Ur dagbókunum 1897)
27. apríl: ég kom heim að austan.
29. apríl: Heiðríkt veður og frost og þeir út af Bjarni og Helgi og við
pabbi með þeim suður í Múla og ég með þeim út á Illakamb og báru þeir
þunga poka af fatnaði sínum útaf, því ófært var að koma hestum. Og
var Bjarni búinn að vera hjá mér vinnumaður í 10 ár í Víðidal en Helgi
litli 6 ár og er hann nú kominn á 13. ár. Við rákum féð af Víðibrekkunni
um leið og yfir í Múla og var allt þá furðu frískt og vel farið að jafnast,
sem þar var.
2. maí: glórulaus bylur. 3. og 4. maí: sama veður.
5. maí: sama veður og mesta harðviðri. Og nú held ég að skepnurnar
okkar eyðileggist og fari allar í Múlanum, ef þar er ekki betra en hér.
6. maí: Heiðríkt og norðan veður, lygndi með kvöldinu og fór strax að
drífa af útsynningi.
7. maí: Koldimmur og drífa til kl. 5 um kvöldið, þá fór að rigna á
sunnan en með hægð og nokkur snjór kominn og við pabbi að járna
hestana, því ég ætla að reyna að komast með þá til byggða þegar færi