Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Síða 146
144
MÚLAÞING
1910-1914
Arið 1910 var tíðin erfið og mjög gjaffellt frá áramótum til vors, einkum
í febrúar og mars. 21. apríl skrifar Jón: „Allur afli farinn sem frést
hefur og mesta kuldatíð og víða orðið heylítið. Þetta fer iUa með magran
sauðfénað.“ Grasspretta var lítil um sumarið og á höfuðdaginn voru
þeir aðeins búnir að fá 46 hesta af öllu heyi. Silungsveiði var hins vegar
nokkur í ánni og 25. september þ.á. virðast þeir hafa verið búnir að fá
669 silunga. Var það ekki lítil búbót, auk þess sem Þorsteinn veiddi
einn og einn sel og allmikið af rjúpum. En næstu 2 vetur urðu mjög
snjóléttir. 24. apríl 1912 skrifar Jón í dagbókina: ,,Þetta hefur verið
einhver besti vetur, sem ég hef lifað, fénaður gengið gjafarlaust úti í
vetur nema 5 sinnum snarað í fullorðið - lömbin gengu úti til góukomu,
enda kom þessi blessaður vetur vel. 1 haust um 50 h. af öllu heyi og
mikið af því lyngrusl.“ Þetta vor fór Margrét Árnadóttir frá þeim en
kom aftur 11. ágúst um sumarið og hefur Jón orðið því feginn. Veturinn
1913—1914 varð nokkru erfiðari en þá varð mikil ufsaveiði á Djúpavogi.
Náðu þeir feðgar í allmikið af ufsa og gáfu fénu til fóðurdrýginda frá
janúarlokum fram í mars. I nóvember 1913 var mikil rjúpnaveiði og
seldu þeir jafnan rjúpurnar á Djúpavogi. Þannig liðu árin við strit og
snúninga, sem lítið virðast hafa gefið í aðra hönd annað en rétt að draga
fram lífið. Dæmi frá 9. des. 1912: „Besta veður. Margrét uppi í Sniða-
fjalli að rífa fjalldrapa og Fúsi að byrgja göt á húsum, Steini að smíða
broddfæri og staf og ég að binda.“ En fátæktin var alltaf söm við sig og
stundum virðist ekki hafa verið of mikið að bíta og brenna. Fólkið á
Hamri og Melrakkanesi hélt tryggð við þau á Bragðavöllum og 20. nóv.
1916 skrifar Jón: „Dagur og Steinunn færðu okkur mömmu í gærdag
smjör, kaffi, sykur, rjólbita og mjólk og Helgi og Sigþóra líka. Þetta er
ekki í fyrsta sinn sem það Melrakkanesfólk hefur vikið okkur stór-
mannlega.“ En Jón reyndi jafnan að endurgjalda með bókbandi og
bræðurnir hjálpuðu nágrönnunum í smalamennskum og með ýmissi
aðstoð. Stundum gátu þeir jafvel gefið silung í soðið, en Þorsteinn
smíðaði ýmislegt og lagfærði fyrir nágrannana.
1915
„Frá því um Trinitatis 30. maí hef ég ekki skrifað í dagbók og hefur
margt breyst hér síðan til þessa tíma. Og ætla ég nú að skrifa það
helsta, sem ég man, hér framan við bókina, mér til minnis [Síðasta
dagbók Jóns Sigfússonar, sem vitað er um hefst á þessari ritgerð].
Ég lagðist veikur í mínum gömlu innvortis blæðingum um það bil 6