Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 148
146
MULAÞING
þeir öllu fénu. Þetta sumar lá Ragnhildur mjög þungt haldin og andaðist
að morgni hins 5. nóv. eftir þungt sjúkdómsstríð. En nú lagðist að einn
harðasti vetur, sem komið hefur í 20. öldinni og varð þess vart strax um
veturnætur. Tíð hafði verið óþurrkasöm um sumarið og 23. sept. höfðu
þeir aðeins náð 58 hestum af þurru heyi en áttu þann dag nokkurt hey
úti, ,,sem rignir nú í sléttum múgum.“ Þann 7. október var „jörðin
yfirbrædd í svellísingu — illmögulegt að komast nokkurs staðar með
ílatjárnaða hesta.“ Matvara hækkaði mikið í verði t.d. kostaði rúg-
mjölstunnan 74 krónur og hafði hækkað meir en 50 prósent frá haustinu
áður, en sláturfé lagði sig heldur illa um haustið. Seinast í nóvember
varð „ófært að beita fyrir harðviðri og kófi.“ Þann 11. des. skrifar Jón:
„Þetta er hroðalegt útlit með heybjörg okkar“ og 15. janúar: „Við
hleyptum til í dag — aldrei hleypt til svona seint síðan ég eða foreldrar
mínir fóru að búa. Það leggst illa í mig bjargarleysið en ljótt er að vera
trúarveikur, þótt illa líti út.“
2. febrúar 1918 er komin hláka og „áin farin að ryðja sig - verið öll á
ís síðan um veturnætur — ég hef aldrei átt svona lítið hey um þetta leyti
- má heita mikið ef við komumst af með okkar skepnur án þess að fá
hjálp en Guði er enginn hlutur um megn og á hans hjálp er að vona og
oft erum við mennirnir báglega staddir.“ Þennan vetur sóttu þau oft við
inn í skóga til að láta skepnur rífa í sig brum, greinar og börk en annars
var megnið af viðnum notað til eldiviðar. I mars batnaði tíð á suður-
fjörðum en í apríl urðu Bragðavallafeðgar þó að sækja sér hey til ann-
arra. Það varð þó vonum minna því góða tíðin hélst fram eftir vori. 26.
maí var „jörð orðin græn og lauf farin að vaxa á viði og tíðin indæhs
góð.“ Þannig virðist Jón oft hafa bjargast fyrir von sína og trú. En þetta
vor kom jörð þó illa undan grimmdarfrostum miðsvetrarins og um sum-
arið bar mikið á kah. Þann 30. ágúst skrifar Jón: „Hörmungar grasleysi
yfir allt eða það sem fréttist.“ Sláttur hófst ekki fyrr en síðast í júh' og
grasvöxtur varð mjög rýr en um haustið fækkuðu þeir nokkuð fé sínu
vegna fyrirsjáanlegs heyskorts. 29. september varð ófært af snjó í af-
réttinni og nú dró til mikilla tíðinda á Suðurlandi, 13. okt. samkvæmt
dagbókinni: „Kl. 12-1 fór að drífa ösku og varð snjórinn svartur inn úr
Sniðafjalh — hér á sléttu varð jörðin svartgrá af öskunni og miklir dynkir
heyrðust allan laugardaginn en birti upp um kl. 4 og dreif ekki aska
eftir það.“ 16. okt: „Jón Hall kom hér og segir voða öskufall úr Kötlugjá
- nú að gjósa eldi og brennisteini.“ Ekki getur Jón þess að öskufalhð
hafi valdið skaða á högum eða sjúkdómum í sauðfé. En veturinn lagðist
þungt á byggðir og beit varð stopul, þótt hagar væru nýttir til hins