Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 150
148
MÚLAÞING
talar um í síðustu tilvitnuninni. En tvö bréf frá kunningjum eru í síðustu
bókinni og hljóta hinar glæsilegu rithendur þeirra að vekja sérstaka
athygli. Þá eru þar og nokkrir pöntunarlistar til verslana á Djúpavogi og
ein kvittun fyrir unnar jarðabætur frá árinu 1932. Þá hafa verið unnin
23 dagsverk við þaksléttur, alls 1150 fermetrar.
Pöntunarhstarnir eru frá ýmsum árum milli 1930 og 1940 og eru líkir
frá ári til árs. Hér fylgir listi frá árinu 1935.
250 kg rúgmjöl
25 - hafragrjón
50 - hrísgrjón
63 - hveiti
5 — kaffi
3 - export
25 — moli
10 - sáldsykur
2 - neftóbak
50 - nitrophoska
25 — smíðakol
6 — skeifnajárn
2 ljáblöð
Gjaldeyrir:
100 kg ull
30 kindur
9 kindur fyrir síldarmjöl
Nokkra forvitni vekur lítiH handskrifaður pési í seinustu dagbókinni. Er
hann 8 blaðsíður, ritaður með gotnesku letri og er að líkindum ritaður á
fyrri hluta 19. aldar. Þetta er svonefnt himnabréf, þ.e.a.s. afrit af því,
og á að hafa verið sent frá Mikaelisborg árið 1640. Munu menn hafa
borið þessi bréf á sér til að verjast slysum og óhöppum, sbr. eftirfarandi
orð úr bréfinu: ,,Og með því hvör sem þessa bæn á sér ber, skal aldrei í
sjó eður vatni drukkna og ekki eldur né eitur granda mega og þeim skal
hvorki galdrar né gjörningar granda mega og ekki uppvakningar
drauga, og ekki djöfullinn sjálfur né nokkur vonds manns ásetningur.
Og hvör sú dándiskvinna, sem þessa bæn á sér ber, mun sitt fóstur ei
með miklum harmkvælum fæða og aldrei dautt bera.“
Bréf þetta er miklu lengra og síðast í því er varnarhnútur og róðu-
krossar til að hræða burt „óhreina heljar anda.“
Fjárgeymslan á Bragðavöllum
Bragðavellir eru upphaflega hjáleiga frá Melrakkanesi. Landamörk
milli bæjanna eru við Hnarrhúsará (Knarrarósá) en fyrir innan bæ eru
mörkin milli heimalands Bragðavalla og afréttarinnar við Gufugil rétt
utan við Kálfeyrarfjöll um 7 km innan við bæinn. Alls er Bragðavalla-
land u.þ.b. 10 km langt og liggur sunnan við Hamarsá allt til fjalls og
telst Snædalur til þess hka. Alls mun Hamarsdalur vera um 30 km
langur bein lofthna dregin frá fjarðarbotni til Innri Hamarsbóta norðan