Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Side 151
múlaþing
149
Þrándarjökuls. Eru þar því oft langar göngur á haustin þegar bjarga
þarf fé úr afréttinni en hún er sameiginleg með Melrakkanesi og gengin
sameiginlega frá báðum bæjunum. Virðast menn frá Hamri, Hamars-
seli og Veturhúsum hafa gengið um leið enda vill oft verða samgangur á
fé frá þessum fimm bæjum innst í dalnum er á líður sumar en þá er áin
orðin vatnslítil. Göngur og smalamennskur eru því langar á Bragðavöll-
um ekki síður en í Víðidal. Geta þær einnig verið mjög erfíðar ef snjór er
kominn í afréttina. En sá var þó munur á að á Bragðavöllum þurfti ekki
yfir fjallveg að fara til daglegrar fjárgæslu, eins og þegar Víðidalsféð var
haft í Tröllakrókum og í Leiðartungum því þá þurfti að fara yfir Kollu-
múlann 600 - 700 m háan til að vitja þess og jafnvel lögðu þeir á sig að
bera hey í féð þessa leið, þegar harðast lét eins og fram kemur í ritgerð
Jóns Sigfússonar en hann dagsetur hana 24. apríl 1897. Hún er birt
annars staðar í þessum þáttum. Verða nú tíndar til nokkrar tilvitnanir á
víð og dreif úr dagbókunum, þar sem minnst er á smalamennskur á
Bragðavöllum. 10. júlí /9/d:,,Steini fór með Degi og Manga inn í afrétt í
nótt að reyna að ganga hana í dag og ná ull.“ 11. júlí: ,,Þeir komu (að)
framan — búnir að ganga afréttina og áin hroða mikil - komu ullinni á
steinboganum á plönkum.“ Þess skal getið hér að steinbogi er yfir
Hamarsá inni á miðjum dal rétt hjá Jökulgili. Eftir að Þorsteinn féll frá
kom það í hlut Fúsa að annast fjárgæsluna að mestu leyti. Er auðséð að
Jón hefur reynt að fylgjast vel með ferðum hans og skihð hversu erfitt
var fyrir hann heyrnarlausan að fást við þetta. En jafnframt kemur fram
gleði yfir hversu hann leysti þetta verk betur af hendi og rösklegar en
búist hafði verið við, sbr. dagbókina 9. júlí 1918 ,,Fúsi að leita að því fé,
sem vantar og í morgun fann hann 6. Þetta er mjög erfitt fyrir málleys-
ingja. En ekki ber á Fúsa að hann sé uppgefmn.“ A Bragðavöllum var
féð því í heimahögum eftir að búið var að ná því úr afréttinni á haustin,
þangað til því var sleppt í hana á vorin.
Skylt er hér að geta þess hvaða fólk bjó á þessum tíma á Melrakka-
nesi, en þar var tvíbýh allan fyrri hluta 20. aldarinnar og bjuggu þar
sömu hjónin allan tímann. Á öðrum hluta jarðarinnar bjó Dagur Jónsson
frá 1898—1952 og var kona hans Steinunn Guðmundsdóttir en á hinum
hluta jarðarinnar bjó Helgi Einarsson frændi þeirra á Bragðavöllum og
uppeldissonur frá Víðidal, kvæntur Sigþóru Guðmundsdóttur. Helgi bjó
á Melrakkanesi frá 1907 til 1960 en kona hans lést árið 1955. Má þetta
kallast nokkuð sérstæð samfylgd gegnum hfið og þar að auki var Helgi
vinnumaður hjá Jóni nokkur ár á Bragðavöhum áður en hann settist að
búi á Melrakkanesi. Ætíð virðist hafa verið gott í frændsemi þeirra og