Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Síða 155
múlaþing
153
hafl alveg séð um féð. Á Bragðavöllum gaf Jón sig miklu meira að
bókbandi og virðist jafnvel hafa haft nokkrar tekjur af því. Skulu nú
nefnd nokkur dæmi:
1906, 11. febr.: Sigríður í Hamarsseli kom með bœkur til mín.
— 9. apríl: Helgi og Steini fóru inn að Hamarsseli með bækur fyrir
mig.
1907, 23. des.: Einar á Múla færði mér mikið af bókum til innbind-
ingar í vetur. Veturinn 1907-1908 virðist Jón hafa bundið bækur fyrir
marga og einnig fyrir lesfélag Geithellnahrepps. Vart hefur hann haft
miklar tekjur af bókbandinu en mestu munaði um þá hugbót, sem
bókbandið veitti honum, einkum á þeim árum, er síðast voru tilgreind.
Þá gat hann htt beitt sér að útistörfum, oft aðeins hjálpað til við léttustu
snúninga. Með bókbandinu hélt hann Kka tengslum við fólk innan
héraðs. Hann átti bókastól, pressu og bókbandsplóg og hann dreymdi
um að eignast gyllingatæki en af því varð þó aldrei vegna efnaleysis og
veikinda. Jón var gerhugull maður og bókband hans var dáð af öllum,
sem það sáu og vit höfðu á. Hann kom í bókbandsstofu á Seyðisfírði í
ferð þeirra Bjarna síðasta veturinn í Víðidal og vorið 1902 kom hann í
bókbandsstofu Sigfúsar Eymundssonar í Reykjavík. Þá fór hann með
syni sína, Guðjón og Sigfús, á Málleysingjaskólann á Stóra-Hrauni.
I síðustu dagbókunum tveim getur Jón þess oft að komið hafí verið
með bækur til innbindingar á vetrum.
Lokaþáttur
Finna má vott um kvíða í dagbókum Jóns Sigfússonar síðustu tvö árin
sem þau eru í Víðidal en um leið kemur þó fram þakklæti til forsjónar-
innar fyrir að búskapurinn skuli hafa heppnast sæmilega fram að
þessu. Nú skal bent á nokkur atriði, sem gætu í sameiningu hafa orðið
til þess að þau ákváðu að yfirgefa dalinn. í fyrsta lagi mun Bjarni
Þorsteinsson vinnumaður þeirra hafa ákveðið brottför sína að Bæ í Lóni
á haustnóttum 1896. Hann var röskleikamaður og þaulkunnugur orðinn
á þessum slóðum og því vandfenginn maður í hans stað. Sigfús var af
léttasta skeiði, kominn að sextugu og drengirnir allir enn á barnsaldri.
Jón mun hafa verið farinn að fínna til gigtar, þó að hann væri aðeins 33
ára að aldri og oft búinn að komast í hann krappan við hina örðugu
fjárgeymslu og aðdráttaferðir. Hefur hann því ekki treyst sér til að vera
þarna áfram, fyrst að Bjarni flutti burtu.
En hér verðum við að leggja lykkju á leið okkar til ársins 1831. Þá