Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Síða 161
guðjón hermannsson
Hrakningar við kindaleit í Hellisfirði
I Hellisfirði var um áratuga skeið búið á fjórum býlum, Sveinsstöðum,
HeUisfirði, Björnshúsum og Hellisfjarðarseli. Nú eru allir þessir bæir
komnir í eyði og ekkert búið þar síðan 1954, að síðasti bærinn var
yfirgefinn. Þetta hefur gert fjáreigendum í Norðfjarðarhreppi og Helgu-
staðahreppi erfiðara fyrir um fjárgeymslu, því að auk þess að smala þar
í venjulegum löggöngum, þarf að gera þar margar eftirleitir. Meðan autt
er og fé ekki komið á hús sækir það mjög í HeUisfjörðinn því þar er
mikið og gott land. Frá einni slíkri eftirleit ætla ég að segja hér.
Þann 4. janúar 1966 fóru í kindaleit til Hellisfjarðar þeir Guðgeir
Guðjónsson Skuggahlíð og Konráð Ottósson Hofi. Þeir lögðu af stað frá
Skuggahlíð um kl. 7 að morgni og fóru Hnúka. Veðurútlit var sæmilegt
eftir því sem séð varð svo snemma. Gangfæri var gott í neðra, en uppi á
fjöilum þæfingsófærð. Um sama leyti og piltarnir lögðu af stað frá
Skuggahlíð, lögðu tveir menn af stað frá Breiðuvík í Helgustaðahreppi
til kindaleitar í Hellisfirði, höfðu þeir mælt sér þar mót. Mennirnir voru
Jóhann Jónsson og Þórólfur Vigfússon, báðir frá Breiðuvík.
Um hádegið hittust þessir menn allir í Hellisfirði, og höfðu þá fundið
þrjár kindur, allar frá Hofi í Norðfirði. Klukkan hálftvö skiptust með
þeim leiðir. Hvorir tveggju héldu áleiðis heim til sín, Breiðuvíkurbúar
ætluðu Vindháls og fóru í þá áttina, en Norðfirðingar ætluðu Helhsfjarð-
arskarð, sem er mun lægra en Hnúkar og því minni ófærð þar. Þeir fóru
með kindurnar með sér, en komu þeim stutt áleiðis því þær gáfust fljótt
upp, enda komið ófært veður, stormur og hríð, blautt í neðra en þurrt
uppi á fjöllum. Urðu þeir því að skilja kindurnar eftir, en héldu sjálfir
áfram og komu að Grænanesi kl. 6 blautir og hraktir, komust svo heim
til sín hvor um sig um kl. 8.
Eftir að Guðgeir kom heim að Skuggahlíð var farið að grennslast fyrir
um það hvernig Breiðvíkingunum hefði reitt af, og þegar loksins náðist