Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Side 165
múlaþing
163
reiðhesta, sem ég hafði á járnum og- fer inn að Þorvaldsstöð-
um.
Þau hjón, Sigríður og Friðrik, voru ferðbúin úti á hlaði. Hélt Friðrik í
reiðhest sinn og sagðist ætla að koma með okkur eitthvað áleiðis. Lögð-
um við þegar af stað í náttmyrkri og stórrigningu og fórum út norður-
byggð og eins hratt og við mögulega komumst. Allir lækir ultu fram
vatnsmiklir og kolmórauðir með grjótkasti. Það fór svo að Friðrik fylgdi
okkur út að Sauðhaga. Þar hittum við Pál bónda Sigurðsson og færði
Friðrik í tal við hann hvort hann væri fáanlegur til að fara með Sigríði
það sem hann kæmist á jeppanum.
Páll var fús til þess, og settist nú Sigríður upp í jeppann hjá honum og
ég fylgdist með á hestunum. Ferðin gekk furðu greiðlega eftir lélegum
og blautum troðningum út að Grímsárbrú. Frá brúnni þurfti Páll að aka
krókinn út hjá Ulfsstöðum, en ég fór stystu leið upp hjá Asgarði, sem er
nýbýh úr Tunghaga. Var ég kominn upp á veginn fyrir neðan Gíslastaði
þegar þau komu þar.
Alltaf var sama veðrið, hvasst og mikil rigning. Afram var haldið og
ók Páll eins greitt og mögulegt var, en varð að gæta fyllstu varúðar þar
sem víða voru vatnsskorur í veginum og aurbleyta. Þegar við komum
inn í Stóra-Sandfellsskóg að Silungalæk svokölluðum, beljaði hann
gegnum veginn. Var nú ekki fært lengra á jeppanum. Sneri nú Páll
heimleiðis, en Sigríður settist á hestinn eftir að hafa hvílst í jeppan-
um.
Þeir Sandfellsbræður, Björn og Kristján Guðnasynir, höfðu frétt um
ferðalag okkar Sigríðar í síma og voru reyndar komnir út að Silungalæk,
því þeir höfðu grun um að hann væri búinn að grafa sundur veginn, og
voru að athuga hvort hægt væri að koma jeppanum yfir annars staðar.
Við Sigríður stönsuðum smástund í Sandfelli og hestarnir voru látnir
grípa heystrá. Sigríður fór í síma og hringdi í Borg. Fékk hún þær fréttir
að þar væri nýfætt stúlkubarn, og þar með að Hulda húsfreyja í Birki-
hlíð hefði tekið á móti og væri búin að skilja á milli.
Ekki hafði þessi frétt nein áhrif á Sigríði, hún var jafnákveðin að
halda áfram, aðeins drukkið úr kaffibollunum sem stóðu á borðinu.
Kvöddum við fólkið og þökkuðum fyrir okkur, stigum á bak hestunum
sem höfðu hresst við heytugguna og sprettu nú rösklega úr spori.
Eftir skamma stund komum við í hlaðið á Litla-Sandfelli. Runólfur
Jónsson bóndi stóð í útidyrum. Heilsuðum við honum, en þurftum ekki
að kynna ferðaáætlun okkar. Runólfur sagði að ekki væri glæsilegt um
að litast, vatnsflaumurinn æddi yfir alla sléttuna upp að skógarhlíðinni