Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 166
164
MÚLAÞING
og þar með að mjög ógreiðfært væri inn með skóginum nema fyrir
kunnuga. Sagðist hann ætla að fá sér hest og koma með okkur.
Gekk ferðin furðu greiðlega inn að Arnhólsstöðum, enda orðið bjart
af degi.
Komum við þar heim á hlað til að fá fréttir af Múlaárbrúnni sem
minnst var á hér í upphafi. Einar Pétursson á Arnhólsstöðum sagði
okkur að hann væri hræddur um að áin flæddi báðumegin við brúna.
Eg sagðist ætla að fara og athuga hana. Einar kvaðst koma með okkur
Runólfi, en Sigríður biði á Arnhólsstöðum á meðan. Hún tók samt í
handlegginn á mér og sagðist vilja komast yfir ef það væri nokkur leið -
meira að segja þó það þyrfti að draga hana í bandi yfir. Ég fullvissaði
hana um að ekki yrði staðar numið ef þess væri nokkur kostur að
komast yfir ána.
Við fórum svo þrír inn að Múlaárbrú, þar var vatnsfjörðurinn upp
undir brekkurætur. Jókuaurinn (Jóka er nafn á þverá) sem vegurinn
liggur eftir niður að brúnni, er hærri vegna framburðar úr Jóku. Þegar
neðar kom á aurinn var vatnið á veginum í kvið á hestunum og þaðan af
dýpra þegar kom að brúarsporði. Við komumst samt út á brúna, en að
norðanverðu var áin búin að sópa burt uppfyllingunni og beljaði þar í
gegn með feikna straumkasti. Hún var bráðófær þó að líf hefði legið
við.
Norðan við ána voru Sigurbjörn Árnabjörnsson bóndi á Múlastekk og
Þórólfur Stefánsson sama stað og ef til vill fleiri þó, ég man það ekki
lengur. Við kölluðumst á yfír ána, og voru allir sammála um að hér væri
algjörlega ófært. Það var erfitt að verða nú að snúa við þar sem aðeins
var stutt leið eftir heim að Borg, en það urðum við að gera og fórum
heim að Arnhólsstöðum. Sögðum farir okkar ekki sléttar, Múlaáin væri
alveg bráðófær við brúna.
Sigríður var búin að tala í Borg og fá þær fréttir að móður og barni liði
vel, en ákvað þó að bíða á Arnhólsstöðum þar til minnkaði í ánni.
Það varð ekki löng bið, því seint um kvöldið birti upp með norðvest-
anstormi og frosti. Morguninn eftir var hún sótt frá Borg.
Það er af mér að segja, að eftir að við höfðum drukkið kaffi á Am-
hólsstöðum snerum við Runólfur við og var nú haldið sömu leið til baka.
Nú man ég ekki lengur hvort ég stansaði í Litla-Sandfelh, en ég stans-
aði í Sauðhaga því þar hafði ég verið klæddur í þurr föt kvöldið áður og
skipti nú aftur um föt.
A leiðinni inn norðurbyggðina lygndi snögglega og breytti um átt,
hvessti norðvestan og fraus eins og áður er minnst á. Heim kom ég um