Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 169
MÚLAÞING
167
velferð þessara frönsku sjómanna, sem allir voru kaþólskrar trúar.
Vildu fyrirmenn kirkjunnar veita þeim nauðsynlega hjúkrun og að-
hlynningu, en umfram allt sjá til þess að þeir nytu andlegrar þjónustu
og náðarmeðala heilagrar kirkju sem þeir höfðu farið á mis við til þessa.
Þetta var mikið verkefni sem þeir risu vart undir einir síns liðs.
Þjóðverjinn Johannes von Euch (1834—1922), sem varð kaþólskur
biskup í Danmörku árið 1892, ákaflega ötull og mikils metinn maður,
gerðist frumkvöðull þess að kaþólska kirkjan tók aftur til starfa á ís-
landi. Umfram allt lagði hann áherslu á þau verkefni sem áður voru
nefnd. Að sjálfsögðu var sjálft kirkjustarfíð meðal Islendinga mikilvæg-
ur þáttur í þessari endurreisn trúboðsins.
Johannes von Euch biskup gerði samning við frönsk yfírvöld þess
efnis að kaþólskar hjúkrunarsystur skyldu annast um hjúkrun og aðra
þess konar aðstoð við hina frönsku sjómenn og var gamla kapellan í
Landakoti, sem frönsku prestarnir séra Bernard Bemard og séra
Baudoin höfðu reist á sínum tíma, notuð í þessu skyni. Þetta gamla hús
var rifíð árið 1929. Var gamla kirkjan, sem fullgerð var 1897, flutt
þangað og gerð að fímleikahúsi fyrir Iþróttafélag Reykjavíkur. Stendur
það enn á þessum stað. Varð gamla kirkjan að víkja þegar hin veglega
Dómkirkja Krists konungs var reist á Landakotshæð, einum fegursta
stað Reykjavíkurborgar.
Þeir sem fyrstir komu til þess að hefja að nýju starfsemi kaþólsku
kirkjunnar á Islandi voru tveir danskir prestar, séra Johannes Frederik-
sen og séra Otto Gethmann.1 Þeir komu hingað út sumarið 1895, settust
að í Landakoti og hófust þegar handa um undirbúning að endurreisn
kaþólska trúboðsins og starfsemi þess á íslandi.
Ekki rættust vonir kaþólskra um framvindu þessara mála. Danskir
Oddfélagar risu gegn hlutdeild séra Jóns Sveinssonar og nunnanna að
málefnum hinna holdsveiku og hlutust af því nokkrar væringar sem
ekki verða raktar hér. Oddfélagar voru öflugir í Danmörku og höfðu yfír
nægu fjármagni að ráða til þess að standa myndarlega undir þeim verk-
efnum sem fram undan voru. Lögðu þeir mikið kapp á að hraða þessu
máli sem mest, enda töldu þeir að vegur og sómi dönsku þjóðarinnar
væru í veði ef ekki yrði kröftuglega og vel að þessu verki staðið. Er
skemmst frá því að segja að Oddfélagar reistu Holdsveikraspítalann að
1 Séra Johannes Frederiksen (1860—1932) starfaði í Landakoti um nokkurra ára skeið.
Sjá Andvara 1981, bls. 148, nm. 3. Um Otto Gethmann er lítið vitað. Hans er hvergi
getið á manntalsskýrslum í Reykjavík, hvorki 1895 eða 1896. Séra Gethmann mun
ekki hafa unað sér vel hér* enda heilsuveill. Hann hvarf héðan eftir skamma viðdvöl.