Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 171
múlaþing
169
Danmerkur um aldamótin. Gerðist hann sóknarprestur í Randers, þar
sem hann hafði verið aðstoðarprestur áður en hann kom til Islands. Fór
mikið orð af honum þar sakir dugnaðar og framkvæmdasemi. Stóð hann
meðal annars fyrir byggingu fagurrar safnaðarkirkju þar á staðnum.
I hundrað ára afmælisriti sóknarinnar, ,,Jesu hjerte sogn. Randers.
1867—1967“, segir að hann hafi verið lífið og sálin í öllu starfi safnaðar-
ins, verið vinsæll og mikils virtur, enda var hann þar sóknarprestur í 48
ár samfleytt.
Meðal sóknarbarna hans var vinur minn Júlíus Kjartan Havsteen,
sonarsonur Júlíusar Havsteen amtmanns á Islandi. Hefur hann látið
svo um mælt að séra Max Osterhammel hafí verið mikill vexti, fyrir-
mannlegur og alvörugefinn. Þótti hann strangur, nokkuð ósveigjanlegur
og eftirgangssamur, en þó vinsamlegur og kurteis í allri framgöngu.
Séra Max Osterhammel lét af embætti í septembermánuði 1939 og
andaðist nokkrum vikum síðar á 79. aldursári. Endurminningar hans
sem hér fara á eftir komu út í vikuritinu „Nordisk Ugeblad1' í Kaup-
mannahöfn 1897, skrifaðar í léttum tón eins og Dönum er lagið. Þær
eru að vísu ekki nein stórsöguleg heimild um sögu Fáskrúðsfjarðar
almennt séð, en að mínu viti þess virði að þær birtist í átthagaársriti á
borð við Múlaþing. Er ástæðulaust að þessi þáttur úr sögu héraðsins
gleymist með öllu.
Að lokum skal þess getið að myndirnar í endurminningum þessum
eru fengnar víðs vegar að. Skal fyrst nefndur kynningarbæklingur
franska spítalafélagsins „Société des Höpitaux Frangais d’Islande“ í
Dunkerque.
Teikningar eru flestar eftir franska málarann E. Rudaux, birtar í
„Pécheur d’Islande“ eftir Pierre Loti (A íslandsmiðum), skrautútgáfu
sem gerð var í París 1893, en nokkrar úr fyrrnefndum bæklingi franska
spítalafélagsins í Dunkerque.
Myndin af séra Osterhammel er tekin úr áðurnefndu afmælisriti
Randerssóknar á Jótlandi.
Aðrar myndir eru fengnar að láni hjá St. Jósefssystrum í Reykjavík,
frú Guðrúnu Tulinius, dóttur Hallgríms A. Tulinius kaupmanns í
Reykjavík, Karli Ingólfssyni, verslunarmanni í Reykjavík og Þjóðminja-
safni. Ollum þessum aðilum kann ég bestu þakkir.
Það er von mín að þessar skemmtilegu og sögulegu myndir gefí
endurminningum séra Max Osterhammel aukið gildi.
Á allra heilagra messu 1984,
Haraldur Hannesson.