Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 178
176
MULAÞING
að þar fískveiðar í ríkum mæli. Um Englendinga vil ég segja það eitt
,,að ég bið til Guðs að þeir snúi frá villu síns vegar og eyðileggi ekki
fiskveiðarnar með togaraflota sínum“. Þeir nota sem sé netategundir
sem þurrausa miðin og skafa sjávarbotninn án þess að taka minnsta
tillit til hrygningar eða annarra fisktegunda sem þeir kæra sig ekki um.
Með þessum hætti hrekja þeir fiskinn svo langt frá landi að þeir sem
fiska á færi ná ekki björginni úr
sjónum. Héldu ensku togararnir
sig utan íslenskrar landhelgi
væri öðru máli að gegna. En það
er öðru nær. Þeir sem virða ekki
náttúrulögmál fiskveiðanna láta
sig jákvæð verndunarlög litlu
skipta þegar hagsmunir eru í
veði. Takið þá bara fasta, kann
einhver að segja. Það er líka gert
að svo miklu leyti sem það er
unnt, en hingað til hefur ekki
tekist að stöðva þessa iðju
þeirra. Ef til vill fást einhverjar
enskar hefðarmeyjar til þess að
stofna félag til verndar veslings
þorskinum. Má vera, en vantrú-
aður er ég á það. Til þess að
snerta ensk hjörtu þarf enskan
fisk, og hafið er og verður al-
þjóðleg eign, segja þeir. Vegna þessa eru Englendingar illa þokkaðir,
en Frakkar vel séðir því að þeir láta sér nægja að veiða einungis á færi.
Franski fiskveiðiflotinn við Island er afar stór, eða um tvö hundruð
skip með átján manna áhöfn að meðaltali. Samkvæmt því stunda um
þrjú þúsund og sex hundruð franskir sjómenn fiskveiðar við íslands-
strendur. Þeir eru vitaskuld ekki í einum hnapp, heldur dreifa þeir sér
umhverfis landið þannig að nokkur hluti þeirra, kringum eitt þúsund
manns, halda sig við Suðurland og Vestfirði og leita til Patreksfjarðar
og Faxaflóa til þess að sækja vistir. Hinir stunda veiðarnar við Austur-
land og halda til Norðfjarðar, en þó einkum Fáskrúðsfjarðar, en þar eru
aðalbækistöðvar 110 skipa eða um tvö þúsund sjómanna. Það þarf því
engan að undra þótt sjúkrahúsinu væri valinn staður einmitt hér á
austurströnd íslands.
Franskir skútumenn.