Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Qupperneq 188
186
MULAÞING
Stundum var meira haft við. Hvort sem okkur líkaði betur eða verr
urðum við oft að þiggja viðhafnarmikinn hádegisverð. Matarefnið var
gott, jafnvel frábært, enda nýkomið til landsins frá Frakklandi með
einhverju hraðflutningaskipanna, ,,Chasseurs“, sem færðu skipstjór-
unum björg í bú. ,,Mousse“, en svo nefnast léttadrengirnir frönsku, var
ekki lengi að ganga frá hlutunum. Eftir örskamma stund kom hann með
brasaðan kjúkling á rjúkandi pönnu og lét hann á borðið á kringlótta
pjötlu sem greinilega hafði einhvern tíma komist í snertingu við sótugan
steikarpott. Um hnífa, gaffla, diska eða munnþurrkur var ekki að ræða
við slík tækifæri. Allt þess konar er með öllu óþarft því að auðvelt er að
nota brauðsneið fyrir matardisk, fingurna í stað gaffla, vasaklút fyrir
munnþurrku og láta svo skipstjórann skera steikina með hnífnum sín-
um sem hann er sjálfsagt búinn að nota allt árið og jafnvel margsinnis
árið áður. Hvort maturinn verður lystilegur með þessu móti er annað
mál, og verður hver að dæma um það fyrir sig.
Nunnurnar sögðu einfaldlega að ég hefði gott af að kynnast þess
konar lífl. Að minnsta kosti bæru þessar góðgjörðir vott um virðingu
skipstjóra og góðvild hans í okkar garð. Um það væri ekki að villast.
Annars skal þess getið, sem satt er, að mér hefur einnig verið boðið til
hádegisverðar af svipuðu tagi þar sem notaðir voru hnífar og gafflar, en
það þótti líka ákaflega virðulegt.
Fjórða dag maímánaðar, að mig minnir, kom loks timbrið í sjúkra-
húsið. Það kom frá Mandal í Noregi þar sem mislingar höfðu geisað, en
þeir eru taldir mjög smitandi á Islandi. Skipið varð því að fara fyrst til
Eskifjarðar og kom þaðan daginn eftir með vottorð þess efnis að engin
smithætta væri á ferðinni, hvorki af mönnum né timbri. Við vorum
forsjóninni þakklát fyrir þessa niðurstöðu, annars hefðum við getað
misst af timbrinu.
Við flýttum okkur að koma viðnum í land og byrjuðum þegar á bygg-
ingunni. Þrátt fyrir ofsarok og snjókomu öðru hvoru fyrstu dagana tókst
okkur að koma sjúkrahúsinu upp að mestu, þannig að eftir sextán daga
gátum við tekið á móti fyrstu sjúklingunum. Fyrsta júní var herbergi
systranna nærri tilbúið, en kapellan varð hins vegar ekki nothæf fyrr en
á dýradag um miðjan júní.1 Sjúkrahúsið var engan veginn fullgert þegar
við héldum heimleiðis 19. júlí því að við áttum eftir að fá timbur og
borðvið frá Reykjavík, en ferðir þaðan eru mjög strjálar.
Eg var alls ekki öfundsverður af að vera húsbyggjandi við slíkar
aðstæður, enda vorkenndi ég sjálfum mér. Og ekki batnaði þegar ég
1 Kaþólskur helgidagur sem ber upp á fimmtudaginn næstan eftir þrenningarhátíð.